Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 82

Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 82
XO.WI ÁTTRÆÐUR eimreiðin 42(5 á hestbaki, eins og þá tíðkaðist, þvert yfir landið. Engin orð fá lýst tilfinning'um sira Jóns, er hann eftir allan þennan tíma lítur hinar fornu slóðir. Endurminningarnar streyma yfir hann með ómótstæðilegu afli. Hann minnist ástríkra for- eldra, systkina sinna, Boggu og Manna, og allra leiksystkin- anna. Alt er þetta horfið. Hann fyllist óumræðilegum trega, finst hann vera einmana og eins og gestur meðal mannanna. Endurminningar sínar um þetta ferðalag þeirra félaga birti síra Jón í danska vikuritinu „Nordisk Ugeblad“ („Et Ridt gennem Island“. Rejseerindringer). Þessar ágætu ferðalýsingai' hans vöktu svo mikla athygli, að þeim var þegar snúið á ýms tungumál, m. a. þýzku, ensku, frönsku og voru jafnvel birtar i tímaritum í Suður-Afríku! Mátti því segja að þessi fyrsta til- raun hafi tekist vel, og myndarlega haldið úr hlaði. Síra Jón undi ekki allskostar hag sínum í Ordrup. Ekki fyrir það að hon- um félli ekki kenslustarfið í geð, heldur hitt, hve yfirmenn hans mátu Htils rithöfundarhæfileika hans. Olli þetta honum mikils angurs, því hann var sjálfur sannfærður um getu sína, fengi hann nægilegt næði og aðhlynningu. Ferðalýsingar sínar, „Et Ridt gennem Island“ og hina ágætu ritgerð um fornbók- mentir vorar, „Islandsblomster", ritaði hann að mestu á nætur- þeli. Hefur síra Jón sjálfur sagt mér svo frá, að vera hans í Ord- rup hafi verið þyrnum stráð og sannur reynsluskóli. Erfiðleik- ar þessir, ásamt hinu umsvifamikla kenslu- og' trúboðsstarfi> eyddu smám saman starfsþoli síra Jóns. Hrörnaði heilsu hans svo mjög', að hann fékk ekki lengur starfað. í Exaten á Hol- landi naut hann þeirra hvíldar, sem ein var þess megnug að bæta heilsu hans. Náði síra Jón sér furðu fljótt og gat bráð- lega tekið til starfa á ný. Tók hann nú til óspiltra málanna, því nú voru engar hömlur lagðar i götu hans. Á skömmum tíma skapar hann hina ódauðlegu bók sína „Nonna“, sem ein út af fyrir sig mundi nægja til þess að halda nafni hans a lofti. „Nonni“ vakti þegar feikilega athygli og skipaði síra Jóni Sveinssyni í einni svipan i röð hinna fremstu höfunda. Margir hinna ágætustu bókmentafræðinga fengu ekki nóg- samlega lofað ritsnild hans. Jafnvel mestu andans menn, eins og hinn heimsfrægi franski rithöfundur Poul Bourget, eru fullir aðdáunar og hrifningar. í þennan sama streng taka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.