Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 84
428
XOXNI ÁTTRÆÐUR
eimreiðin
snjalli þýðandi „Nonnabókanna“, hr. Freysteinn Gunnars-
son, héldi því verki áfram. Hefði það ug'glaust verið hinuni
vinsæla höfundi þeirra hin kærkomnasta afmælisgjöf, ef ein-
hver þeirra, t. d. „Hamingjubraut Nonná“, hefði verið þýdd og'
gefin út á afmæli hans. Auk bóka sinna hefur síra Jón skrit-
að fjölda smærri og stærri ritgerða um íslenzk og' erlend efm,
m. a. um Jón biskup Arason, Henrik Ibsen og Alexander
Baumgartner. Alls eru þessar ritgerðir hans yfir 200 að tölu
og hafa birzt í hinum ágætustu frönsku og þýzku tímaritum-
Þegar þess er gætt, að bækur síra Jóns hafa komið út í yl|!'
6,000,000 eintaka og verið þýddar á, að minsta kosti, 28—31*
tungumál, þá liggur í augum uppi hve geysilega þýðingu síra
Jón hefur haft fyrir ísland. Enginn íslenzkur rithöfundur
síðari alda hefur orðið jafn víðlesinn og vinsæll sem hann,
hvað sem síðar kann að verða. Síra Jón er vafalaust sá bezti
„Iandkynnir“ sem íslenzka þjóðin hefur nokkru sinni átt, og
verður honum aldrei nógsamlega þakkað. Gegnum alt, sem
hann skrifar, skín hin fölskvalausa ættjarðarást hans. Miðar
alt að því að auka veg íslands og virðingu, og er alt þanmg
úr garði gert, að fólk er sólgið í að heyra hann og lesa. —'
Hin seinustu árin hefur síra Jón Sveinsson verið á „ferð og
flugi", ef svo mætti að orði komast. Hefur hann ferðast u®
gervallan heim til fyrirlestrahalda, og er mér óhætt að full'
yrða að þetta er ekki veigaminsti þátturinn í starfsemi hans.
Siðastliðin 20 ár hefur hann þannig haldið yfir 5000 fyrir'
lestra víðsvegar um lönd og er nú á ferðalagi um Japan og
önnur Austurlönd í þessum sama tilgangi. Alt frá æskuáruin
hal'ði hinn dularfulli æfintýraljómi Austurlandanna seitt hann
til sín, en hann aldrei átt kost á því að kynnast þeim af sjon
og reynd fyrri en nú. Sannast hér sem oftar, að „enginn veit
sína æfina fyr en öll er!“ Af bréfum hans, sem hingað hafá
borist, má ráða, að Asíubúar taka honum ekki síður en aðrir.
Hvar sem hann hefur komið, hefur honum verið tekið nieð
hrifningu og fögnuði. Ég hef nokkrum sinnum átt kost á þvl
að hlusta á þessa fyrirlestra. Með frásögnum sínum, sem
flestar eru frá íslandi eða um íslenzk efni, nær séra Jón svo
miklum tökum á áheyrendum sínum, að furðu sætir. Alhr
hlusta heillaðir, og tíminn líður án þess að nokkur verði