Eimreiðin - 01.10.1937, Side 87
EIMREIÐIN
NONNI ÁTTRÆÐUR
431
kjarna á látlausan og eðlilegan hátt, sem honum er svo lag-
'nn, hinum yndislegu frásögnum. Það er einmitt þetta, sem
veitir ritum síra Jóns það siðfræðilega gildi, sem æskurit
niargra nútímahöfunda skortir svo mjög. Frá Nonna-bókun-
11 m leggur á móti manni hreinan og tæran andvara íslenzku
^áfjallanna og angan hlíðanna, sem hefur svo heilladrjúg
nhrif á sál æskumannsins og hann þarfnast svo mjög. Bækur
Nonna eru í sannleika hinar fegurstu og ágætustu, en jafn-
framt geðfeldustu unglingabækur, sem hægt er að hugsa sér.
Hvaða stjórnmálaskoðanir sem maður aðhyllist, hvaða trúar-
brögð sem hann kann að játa, hvort sem hann er ungur eða
ganiall, eru þau- honum hollur lestur og endurnæring eftir
erfi6i og þunga dagsins.“
á- fornum slóðum.
Ép fólkið man í fjallbygðinni minni, —
þar forðum lék ég barn í grænum högum,
og indælt var á æsku minnar dögum
að eiga með því samvistir og kynni.
Ég flutti þaðan. En í fjarlægðinni
finn ég óm af bernskuvina sögum
endurkveða í eigin hjartaslögum,
sem auðna þeirra í blóði mínu rynni.
En lífið fer sem lind í ókunn höf.
Ég leita nú um æsku minnar slóðir
að vinum þeim, sem bygðu með mér borg.
Nú geymir marga þeirra þögul gröf.
En þeir sem finnast, rækja störf sín hljóðir,
með þreytta limi og sölnað hár af sorg.
Jón Jónsson, Skagfirðingnr.