Eimreiðin - 01.10.1937, Side 94
438 ÖRÆFAGÖNGUFÖRIN 1908 eimreiðin
og' vatnsdýpi. Við stukkum yfir hana á flúðum. En vei þeim,
sem niður félli! Einn félaganna fór þó yfir hana á þann hátt,
að hann fór úr fötum að neðan og óð, en hélt í taglið á einum
hestanna og lét hann draga sig yfir. Hörmuðum við það mjög
að geta ekki náð mynd af þessari skringilegu sýn, sem varð
okkur umtals- og hlátursefni lengi á eftir. Víða meðfram ánni
voru stórar grjóteyrar alþaktar eyrarósum eins og sáinn akur,
og' lituðu eyrarnar rósrauðar langt til að sjá. Tók sú mynd
mjög huga okkar og hefur oft sýnt sig í huganum síðan. Áin
varð lygnari og' breiðari eftir því sem lengra kom fram með
henni, og kl. 6,30 komurn við þar að henni, sem okkur sýndist
tiltækilegt að vaða yfir. Fóruin við nú úr yfirhöfnum, skóm,
sokkum og buxum, bunduni í böggul og settum á klárana.
Skyrturnar hundum við upp um mitti eða axlir, svo við þyrft-
um ekki að hafa áhyggjur út af því að forða þeim frá að
vökna. Þannig lögðum við út í ána. Á litinn var hún eins og
gott rjómakaffi, en botn-
inn var hnullungagrjót.
sem við reyndum
stikla á til þess að förð-
ast dýpið. Af stöfunum
höfðum við nokkurn
stuðning, en það fundum
við að erfitt mundi að
standa, ef straumurinn
félli nokkuð verulcga
upp á holið. Enginn var
hræddur, því allir vorum
við svo syndir, að vissa
var fyrir því að við gad"
um náð til lands öðru
hvoru megin, ef straumurinn skyldi skella okkur flötum. E°
á því þurfti ekki að halda. Þetta lánaðist prýðilega, og við höfð-
um samskonar ánægju af þessu og smástrákar, sem stolist hafa
út í vorleysinguna til þess að vaða í pollunum og þykjast svo
hafa unnið frábært hreystiverk.
Við klæddum okkur í fötin á ný og héldum göngunni áfran
til kl. 8 að við náðum í Polla, og voru þar hagar fyrir hest-
Fcröin yfir Jokulsá liina eystri.