Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 101
eimreiðin
ÖRÆFAGÖNGUFÖRIN 1908
445
Síðasta dagleiðin var frá Kárastöðum til Reykjavíkur, 4a
kin. löng leið eftir upphleyptum sléttum vegi. Það var leið-
inlegasti dagurinn, og sá dagur sem við töldum að við fynd-
um til mestrar þreytu. Göngumenn! Viljað ekki troðnar
leiðir til skemtigöngu. Þegar niður í Reykjavík kom, gætt-
uni við þess að láta ekki á okkur sjá nein þreytumerki.
Við fylktum liðinu og gengum taktfast og státnir niður
Laugaveg, án þess að lita til hægri eða vinstri. Öllum, er um
veginn fóru, varð starsýnt á þessa ófínlegu ferðalanga, sem
v°ru dökkbrúnir eins og Malayjar. Brátt elti okkur heill hóp-
Ur af strákum, sem spurðu: „Hvaðan eruð þið ? Hvert ætlið
þið?“ En þegar þeir einungis fengu stutt svör, sem eigi svöl-
uðu forvitni þeirra, fanst þeim bezt við eiga að gefa okkur
heilræði og sögðu: „Verið þið ekki alveg svona montnir!“
^lyndirnar, sem við
höfðum tekið, voru ekki
uiargar og reyndust
ekki vel. Töldum við
Því ferðinni ekki lokið
fyr en við hefðum setið
yrir hjá ljósmynda-
smiðnum da'ginn eftir.
^kyldi Stefán Björnsson
°'ga þar heiðurssætið,
^egna þess að hann var
ettastur til göngu og
líklegastur til þess að
halda lengst út, ef í
eaunir hefði ratað. Við
hinir þj-ír vorum mjög
Lkir að léttleika og þoli,
sv° ég treysti mér ekki
til að álykta neitt um
hað, hver hefði orðið
Uæstur og hver síðastur.
Legar hið hátíðlega augnablik var liðið, kvöddumst við með
þakklæti, hlýjum huga og trega. Við söknuðum þess að ferð-
iuni skyldi nú vera lokið, og við söknuðum hver annars. Við-
Göngufélagarnir fjórir. Stefán Hjörnsson, sHjandi
i raiöju, að baki honum Jóhann Sigurjonsson,
en Magnús Malthiasson og Lárus J. Rist sinU til
hvorrar liandar.