Eimreiðin - 01.10.1937, Síða 102
EIMBEIÐIN'
44(5 ÖRÆFAGÖNGUFÖRIN 1908
kynningin var svo góð og förin svo lærdómsrík og ánægjuleg-
Altaf nægilegt umtalsefni og allar viðræður með gamansöm-
um léttum blæ, svo skapið fór aldrei úr jafnvægi. Átti Jóhann
skáld ekki minstan þátt í þvi að finna ánægjuleg umtalsefnn
og meistari var hann í því að „hitta naglann á höfuðið“ með
orðavali sínu.
Allir munu hafa fundið það, að nú hefðum við lifað nokkra
bezlu daga æfinnar, nokkra þá daga, er við allra sizt vildum
týna úr endurminningunni. —
Þegar við höfðum kvaðst, skildu leiðir. Jóhann skáld f°r
til Hafnar eftir fáa daga, en Magnús Matthíasson með skip1
til Akureyrar. Við Stefán Björnsson fórum gangandi úr Borg-
arnesi norður. Fórum við upp Borgarfjörð um Reykholt, yfú’
Hvítá hjá Barnafossi, upp hjá Hallmundarhrauni og komum
í Surtshelli. Þaðan um Grímstunguheiði niður i Vatnsdal, um
iilönduós yfir Kolhaugafjall til Sauðárkróks. Þaðan að Hól-
um í Hjaltadal og Hjaltadalsheiði til Akureyrar.
Skömmu eftir heimkomuna mætti Guðlaugur Guðmunds-
son, sýslumaður, mér á götu, en hann hafði verið sýslumaðui •
í Skaftafellssýslum, og spurðist frétta úr ferðalaginu. Hann
hafði orð á sér fyrir að vera skjótur í svörum og stórorður-
Lét ég hið bezta yfir ferðalaginu og sagði, að við hefðum séð
mörg af hinum fegurstu héruðum landsins og auk þess ha-
lendi íslands, Hveravelli, Gullfoss, Geysi, Þingvöll, o. s. frv-
„Komuð þið í Skaftafellssýslur?“ spyr hann.
„Nei“, hlaut ég að svara.
„Þá hafið þið ekkert merkilegt séð á íslandi“, hraut honum
stuttlega af vörum og hélt rösklega áfram sína leið. —