Eimreiðin - 01.07.1940, Page 9
EIMREIÐIN
Júlí—september 1940 XLVI. ár, 3. hefti
Fáein formálsorð.
Á síðastliðnu ári efndu sjómannasamtökin í Reijkjavík til
verðlauna fyrir beztu lagsmiðina, sem bærist við kvæði Arnar
Arnarsonar um sjómenn, en það var dæmt bezt þeirra kvæða,
sem borist höfðu til samkepni um sjómannaljóð. Verðlaun-
úi voru dæmd hr. Emil Thoroddsen, fgrir lag hans við Ijóð
Arnar — og er lag þetta nú allkunnugt orðið almenningi. ísólf-
lu' Pálsson, liinn aldni sönglagasmiður, er vinsæl lög hefur
samið, sem sungin eru af svo að segja hverju mannsbarni i
landinu, tók eldci þátt í samkepni þessari. En um það legti
sem hún fór fram varð til í huga ísólfs lag, sem honum fanst
Qeta túlkað, betur en honum hafði tekist áður, starf og strit,
kjark og festu, þrekraunir og hættusamt líf íslenzkra sjó-
manna. Og eftir að lagið lmfði mótast til fulls, urðu einnig
til vísurnar við það, og birtist nú lag þetta, ásamt við það
sömdum texta lagsmiðsins, hér á eftir. Þessi farmannasöngur
hinn mji, sem höfundurinn nefnir Sjómannaljóð, er hér birt-
Ul' til heiðurs íslenzkum sjómönnum og þeim tileinkaður. Það
er að vísu ekki í verkahring Eimreiðarinnar að dæma um
tónlist, enda þó að hún hafi oft, bæði fgr og síðar þau 45 ár,
sem liðin eru siðan hún hóf göngu sina, birt lagsmiðar is-
ienzkra tónskálda, eldri og gngri, þar á meðal ijmissa, sem síð-
ai’ urðu landskunn. En henni kæmi það ekki á óvart, þó að
ivg þetta ætti eftir að verða sungið hvarvetna um landið,
nicðfram ströndum þess og þar einnig sem íslenzkir sjó-
,llenn sigla um höf og hafnir fjarlægra landa, og að undir
iónum þess eigi fglkingar íslenzlcra sjómanna eftir að ganga
fram í bardaga við Ægi konung, svo sem hann hefur háður
verið frá Jwi er land bggðist, enn er háður og mun verða
Ura ókomnar aldir.
14