Eimreiðin - 01.07.1940, Page 15
eimreiðin
ANDVÖKUR HINAR NÝJU
215
Hver lians vænd og eftirsjá
hazt við þessa bækistöð.
Burtu liðna ára röð
um sig hreiðrað höfðu ]iar
hugvekjur og minningar.
(Andvökur III, 149.)
Svona gat Stephan verið fastheldinn, bæöi fyrir sjálfan sig
°g aðra. Á sama hátt var trygð hans ákaflega traust og hjart-
fólgin við alt, sem einhverntíma hafði verið honum kært eða
Rtikils virði. Ég held að ástin til Islands, draumalandsins í
fjarskanum, hafi gefið skáldvængjum hans sitt helgasta flug.
En þó að þessi þunga undiralda vaki ævilangt í sálarlífi hans,
gleymir hann ekki að gjalda fósturjörð sinni það, sem hennar
er:
Landið, sem mín vigð er vinna,
vöggustöðin barna minna!
Ég lief felt i lag og línu
ljóðið mitt i grasi þínu.
Yfir höfuð yrkir mitt
aftur seinna grasið þitt.
(Úrval, 128.)
Stephan eignaðist marga átthaga, alt frá hinum íslenzku
»uninæðings fjöllum" til nýja skógarins í Alberta. Síðara land-
uámsáfanga sinn í Bandaríkjunum nefnir hann sveitina sína,
tegar hann kemur þangað kynnisför eftir nær 20 ár:
Hérna, þar sem sérhvert leiti og laut
lítur til manns undan fornri liending,
Segir hann. Og þegar hann dvelur þar í hópi sinna gömlu vina,
'verður honum að hugsa til hinna samferðamannanna, sem
komnir eru undir græna torfu:
Þó, er óvart ljóð mitt líður hjá
leiðum, sem i reitnum hérna þreyja,
nærri að freisting finst mér verða þá
fýstin sú að lúra liérna og þcgja.
(Andvökur III, 186.)
Þegar Stephan kom heim til Islands, eftir hálfan fimta
fug ára, nam hann staðar við leiði frænku sinnar, sem
hafði kvatt hann með ástúð, þegar hann fór til Vesturheims.
^egir hann þar, að trú hennar á mannskap sinnar ættar hafi