Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Page 17

Eimreiðin - 01.07.1940, Page 17
eimreiðin ANDVÖKUR HINAR NÝJU 217 síðastnefnda flokki er Kveld, það kvæðið, sem mér finst öll- um fremur bera á sér þreytumark einyrkjans, þegar það er að hefjast. Erfiðið heldur áfram að loga í hringrás blóðsins. Það er eins og eftirómur af hergöngulagi dagsins, sem ekki getur fallið í dá, þó að hvíldin bjóði sinn mjúka faðm. Kvæðið Martíus er að því leyti gagnstætt Iiveldi, að þar hefur sig andi skáldsins á flug, endurnærður eftir hvíld næturinnar. Ég held að Stephan hafi byrjað að yrkja það kvæði ein- hvern morguninn meðan hann var að klæða sig, og að hinar skáldlegu sýnir hafi fylgt honum í heygarðinn og fjósið. Hér er það bóndinn sem fagnar, maðurinn sem á alla afkomuvon sina við jörðina bundna og sér nú, að náttúran hefur snúið hjólinu honum í vil. Þessi óðmeiður Stephans er sprottinn upp úr starfi hans og stétt, en breiðir limið út um víðar veraldir, IV. Inngangsritgerð Sigurðar Nordals að Úrvalinu er mikið verk °g vandlega unnið. Er hún svo umfangsmikil og efni hlaðin, að ég hvgg hana ekki öllu léttari þeim sem koma að Stephani okunnugir, heldur en stórkvæði hans sjálfs. Ætla ég mér ekki Þá dul að lýsa henni í heild, hvorki í mörgum orðum né fáum. Én hitt veit ég, að hún mun fylgja sníldarverkum Stephans um langa framtíð, sem gagngerðasta lýsing á honum, bæði sem JOanni og skáldi. Um eitt atriði í ritgerðinni er ég þó algerlega osammála hinum heiðraða höfundi. En það er um skýringu hans á Grími frá Hrafnistu. Hyggur Sigurður Nordal að Stephan hafi, jafnframt því sem hann gerði samanburð á Urími og Fulton, borið sjálfan sig saman við Einar Benedikts- s°n. Að þessari tilgátu leiðir hann allmikil rök, sem í fljótu hragði eru ekki ósennileg, en þegar betur er að gáð, virðist luér að þau strandi á Stephani sjálfum: Loks tókst Grími að lægja boða, langróðrum að marka bása, er með leikni lausra voða lét sér vinda öfugt blása. Hjátrú sagði, að hvert sem færi liann, hefði hann byr af kyngi ása, göldróttur og guðlaus væri hann. (Úrvalið, 61.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.