Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 18
218
ANDVÖKUR HINAR NÝJU
EIMREIÐIN
En hverjir eru þá þeir, sem gefa Grími fulltingi til að
sigla móti vindi? Ég fyrir mitt leyti þykist þess fullviss að
hjátrúin meinar hér hin illu máttarvöld, sem magna Grím ineð
göldrum og fjölkyngi, og skiftir engu máli hvað þau heita. Þyki
mönnum þetta galli á kvæðinu, verður ekki úr honum bætt
með því að draga Grím allar götur inn í samtíð Stephans, enda
rekur það sig á það, er síðar stendur í kvæðinu:
Aldahöf af grónum gröfum
Gríms og Fultons lágu milli.
Tilgangur kvæðisins verður ekki meiri fyrir það, þó að
Stephan lilandi sér og Einari Benediktssyni í málið. Það sem
Stephan ætlar að gera, er að hlaða Grími minnisvarða, sein
honum hæfir. Þegar hann hefur lýst íþrótt Gríms, ber hann
hann saman við Fulton, þann manninn, sem hæst her í sigl-
ingaþróun heimsins. Hitt virðist mér ekki skifta mildu máli
í samanburði Sigurðar Nordals á þeim félögum, þó að Fulton
hafi bygt á verkum annara manna, því að svo hefur og Grímur
numið sjómenskuna af feðrum sínum.
Báðir yngri öldum vægðu,
andviðrin og sjóinn lægðu,
og í þeim efnum gerir Stephan ekki upp á milli þeirra, þó að
honum sé Grímur skildari og kærari.
Þá er á það næst að minnast, hver freisting það myndi verið
hafa Stephani að liera sig saman við Einar. í fyrsta lagi var
Einar þá ekki orðinn það stórveldi í bókmentunum sem hann
siðar varð, því að löngu seinna var það, sem eitt aðalbók-
mentatímarit landsins ætlaði að sanna það með samansmöluðu
níði af öllum landshornum, að Einar væri ekki skáld, en berði
saman kvæði af fordild og færi hverjum manni ver með ís-
lenzka tungu. Þess var eigi að vænta að Stephan fylti þennan
floltk, enda segir hann í bréfi 1897: „Einar er sterkgáfaður,
mergjaðastur yngri skáldanna.“ Aftur segir hann í kvæði 1902,
Gert upp lir gömlum reikningum:
Þorsteinn situr efst og inst
efaluust hjó snilli.
(Úrvaiið, 201.)