Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 26
226
í SÍLÓAM
eimreiðin
Smámsaman tóku fleiri og fleiri undir sönginn, einkum viö-
lögin, og aö lokum bergmálaði allur salurinn:
„Undir hans væng, undir hans væng
enginn úr liönd hans dregur.
Undir hans væng, undir hans væng
er óhult mín sál,
eilífur dúnn hans vegur!
Viðlag:
Gleðibjöllur hringi
dýrðarhelgum tónum!
Heilög börnin syngi
að eilífum nónum!
Heyr, lieyr vor lielgu ljóð
og klukknahljóð! — — —“
„— Kom lieim, kom lieim,
þú færð kálfakjöt nóg,
skikkju, gullhring og skó.
Gleym ei glóheitum arn,
mitt glataða barn!
Kom heim, ó, kom lieim!-----------“
Nú voru allar stíflur opnaðar. Tilfinningar manna slitu af
sér öll bönd og tóku völdin í þessum fjölmenna hóp.
Sálmasöngur, ræður, hróp, ákallanir og fyrirbænir kváðu viö
úr öllum áttum. Og inn í þennan klið blandaðist grátur, ór-
væntingaróp og kvalastunur syndum þjáðra og sundurkram-
inna hjartna, er ekkert eygðu framundan sér annað en eilíf;1
fordæmingu, eilífa glötun og útskúfun í hin yztu myrkur. "
Og á hinn bóginn fagnaðar- og sigur-óp hinna, er sáu blasa
við sér öll lilið himnaríkis, opin upp á gátt, og guð föðui
sjálfan sitjandi fyrir miðjum dyrum í logagyltu hásæti. En
fyrir utan „Perluportið“ stóð sjálfur frelsarinn með útbreiddan
náðarfaðminn öllum þeim, er trúðu og hlotið höfðu fyrirgefo-
ingu syndanna fyrir lambsins blessaða blóð. Hallelúja! — ög
þessir trúðu! —
Örvæntingin, fögnuðurinn og sálmasöngurinn runnu sanian
í þungan, sterkan nið, er fylti allan salinn, eins og dimt og
geigvænlegt flóð. Og upp úr dökku djúpinu stigu kvalaópin og
hallelúja-hrópin, eins og oddhvassir drangar úr hafi.