Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Page 30

Eimreiðin - 01.07.1940, Page 30
230 í SÍLÓAM eimreiðin mæri. Það var auðséð á vaxtarlagi hans og öllum hreyfingum, að hann hafði alið mestallan aldur sinn á sjó. Hljóðið í fiski- bátsvél hans var því eflaust það hlióðið, er rikast bjó í vitund hans og átti þar sterkust ítök. Og er hann nú í hafróti æstra tilfinninga og sameiginlegri sjálfssefjun fjöldans misti alt vald á sjálfum sér, greip undirvitund hans í taumana, og fram af vörum hans ruddist með ofsakrafti hinn ófagri söngur skrykkgengrar bátsvélar: — Kakk — kakk — kakk — kakk! — Kakkerakk — kakk •— kak — ka! — Kakkerakk — kakk — ka-ka-ka-a! Röddin steig og hneig í rokum og hviðum. Andlit manns- ins varð blárautt og þrútið af æsingu og áreynslu. Þá steig presturinn i stólinn. Hann greip einbeittlega fram í og stöðvaði tvígengisvél Sunnmæringsins. Presturinn var sjálfur frumherji þessarar trúarhreyfingai' í Noregi. Hann hafði kynst henni fyrir vestan haf. Hann var gamall maður og virðulegur ásýndum, hvítur á hár og skegg, með hátt enni og hvelft og gáfuleg augu. Það var alvöru- þjáningarsvipur á andliti hans, er hann tók til máls, og var sem brygði snöggvast fyrir óþolinmæði i rödd hans. Bað hann bræður sína og systur í Drotni að hafa vandlega gát á sjálf* um sér og láta eigi hleldcjast af illum öndum. „Því það megið þér vita, að eigi eru allir andar af guði!“ mælti hann með áherzlu. — Þeim félögum virtist bregða fyrir raunasvip á virðulega andliti gamla prestsins, er hann leit yfir þessa mislitu hjöi'ð sína, sem hann hafði sjálfur stofnað til. Skapað í sinni mynö- Ólafur Einarsson hugsaði með sér, að hér hefði prestur sjálf- ur áreiðanlega vakið upp þann draug, er honum væri uW megn að kveða niður aftur. Úti í insta horni salsins varð skyndilega ys og þys. Fólkið þyrptist þar saman í þéttan hnapp. I miðri þyrpingunni lá þal á gólfinu 12—13 ára gamall drengur, máttlaus i báðum fótum eftir barnalömunina. Nú höfðu foreldrar hans komið nieð hann langa leið til þess að leita lionum lækninga fyrii' stilli hinna heilögu, er hlotið höfðu náðargáfurnar ríkulegn og þrásinnis afrekað kraftaverk. Og nú var það innilegash* von þeirra og heitasta bæn, að þau mættu hitta á himnaföð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.