Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 33
eimreiðin
í SÍLÓAM
233
Iívöldsólin helti eldrauðu geislaflóði inn um vesturglugg-
ana og varpaði undursamlega mjúkum og hlýjum bjarma um
allan salinn á beygð höfuð örmagna lýðs. Það var eins og góð-
látlegt hros Guð-föðurs með óendanlegri mildi og óendanleg-
unr kærleika og föðurlega djúpum skilningi á þessum álfa-
börnum sinum, — þessum andlega vanheilu börnum, sem
höfðu vilst á leiðinni og voru nú orðin áttavilt — en þó öll
að leita hans, — og öll á leiðinni til hans.
Glettur.
Þann dag, sem þú ferð, verður dapurt og dauflegt í bænum,
dimt yfir hug, þungt og erfitt um spor.
Og hláturinn minn verður fokinn í burtu með blænum.
Brotið og týnt alt, sem minnir á sól og vor.
Eg veit, að um kvöldið væti ég koddann minn tárum,
vaki um nóttina og yrki þér saknaðarstef
og finst máske alt vera örvana og deyjandi í sárum.
Efalaust dreymir mig þig á meðan ég sef.
Og næsta dag er hugur minn hljóður og þjáður
og heimurinn máske ennþá daprari en fvr.
Þá finn ég, að þannig hef ég ekki elskað áður.
Hvern ánægjugeisla rek ég hiklaust á dyr.
En — svona undir kvöldið fer alt þetta óvart að breytast,
og aftur fer sólin að rofa hin kafþykku ský.
Því saknaðartaugarnar þær fara sjálfsagt að þreytast,
og þær fara að sofa, en hláturinn vaknar á ný.
Já, svona er ástin mín: örlát, en fljót að gleyma.
Þú undrast það tæplega, bezti vinurinn minn?
Því þig verður eflaust um aðra farið að dreyma
með eldrauðar varir og litmjúka, holduga kinn.
Og hún mun í hvellinum sárasta tregann þinn sefa.
— Þú sjálfur munt undrast hvað þú verður bráðlega hress.
En ég ætla að þakka, — en þú mátt svo fyrirgefa
og þakka líka, ef þér sýnist. — Vertu bless!
Kolbrún.