Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 45
eimreiðin
Efni og orka.
Eftir Trausta Ólafsson.
Margir af lesendum Eimreiðarinnar munu kannast við
°rðin frumefni og frumeindir og vita nokkur deili á þeim.
En til skilningsauka á því, sem hér verður gert að umtals-
efni, skal þó í sem styztu máli gerð grein fyrir þessum liug-
tökum.
Við rannsóknir hefur það komið í ljós, að öll þau efni, sem
nienn hafa komist í kynni við, hvort sem þau finnast í nátt-
urunni eða eru tilbúin af mannahöndum, má greina í hér
Um bil 300 þúsund mismunandi efni, sem kölluð eru í efna-
fræðinni hrein efni. Langflest jiessara 300 þúsund efna hefur
tekist að kljúfa sundur í einfaldari efni, tvö eða fleiri. Þau
eru því nefnd samsett et'ni eða efnasambönd. En örfá af öll-
Um þessum sæg hreinna efna hefur ekki tekist að kljúfa sund-
ur, og hafa þau þess vegna verið nefnd frumefni. Menn telja
Slg nú vita um 90 slík efni. Úr þessum fáu frumefnum er
allur hinn mikli fjöldi efnasambanda gerður, og er þó langt frá
1)V1, að notaðir liafi verið allir möguleikar á því sviði, enda
ei' árlega búinn til mesti sægur af nýjum efnasamböndum.
Samkvæmt frumeindakenningu þeirri, sem Englendingur-
'un Dalton (um aldamótin 1800) er talinn upphafsmaður að,
eru frumefnin samsett úr smáögnum, sem nefndar hafa verið
trunieindir (atom), en þær voru lengi vel, eins og orðið „atom“
tíendir til, taldar óskiftanlegar eða ósamsettar. Kenningin fól
það í sér, að tegundir frumeinda væru jafnmargar frumefn-
utium.
Rétt fyrir seinustu aldamót má segja að hefjist gullöld frum-
emdarannsóknanna. Þá kemur það upp úr kafinu og vakti að
v°num mikla eftirtekt, að frumeindirnar voru í raun og veru
sunisettar úr enn smærri ögnum, þótt slíkt mætti þykja ótrú-
^egt, en fyrst í stað var ekki kunnugt um, hve margar þessar
ugnir kynnu að vera í hverri frumeind, eða hvernig þeim væri
Þur skipað. Fyrst kom til sögunnar rafeindin (elektron), sem