Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 52
252
EFNI OG ORKA
EIMREIÐIN
ugum gammageislum. Er hið síðarnefnda mjög eftirtektarvert,
því að það mun vera í fyrsta skifti, sem tekist hefur að sundra
frumefniskjarna með óefniskendum geislum.
Fregnir herma, að í Ameríku hafi einnig tekist að framleiða
vélrænt í þessu skyni alfaagnir, sem geta verið mörgum sinn-
um kraftmeiri en alfaagnir hinna geislamögnuðu efna, og auk
þess mörg þúsund sinnum meiri geislastraum en völ er á frá
geislamögnuðum efnum, því að skamtar þeir, sem vísindamenn
ráða yfir af radíum, eru mjög takmarkaðir að stærð, þó ekki
sé nema vegna kostnaðarins við öflun hins dýrmæta efnis.
Þessar þrjár tegundir af pósitíft rafmögnuðum ögnum, vetn-
iskjarnana tvo og alfaagnir, má allar nota við kjarnaspreng-
ingar, en þær hafa þann ókost, að það er erfitt að fá þær til
að nálgast, hvað þá heldur sameinast þungum frumeindakjörn-
um, vegna hinnar sterku rafmagnshleðslu kjarnanna. Þar hefm'
aftur á móti hin órafmagnaða frumögn, neufron, reynst ágæt'
lega. Hún hrindist ekki frá kjarnanum og getur því notað
fullan kraft sinn til þess að renna inn í hann og samlagast
honum, þó ekki sé nema augnahlik. Hér getur verið um tvent
að ræða, annaðhvort að hinn nýmyndaði kjarni tilheyri ein-
hverju frumefni og geti þannig orðið til frambúðar, ef þetta
efni er ekki geislamagnað, eða þá hitt, að hann klofni þegar
í stað í tvent, samkvæmt því sem vikið hefur verið að áður.
Nú hefur einmitt tekist á vélrænan hátt, með fyrnefndum
tælcjum, en þó einkanlega með „Cyclotron“, að framleiða svo
sterka neutrongeisla (10 þús. miljón neutrona á sekúndu)>
að það jafnast á við það, sem hægt væri að fá með 10 kg. nf
radium, en öll radiumframleiðsla i heiminum nemur ekki 1 kg-
enn þá. Þetta er eitt af undrum hins nýja tíma.
Slíkir neutrongeislar eru stórskaðlegir mannlegum líkania,
og eru vatnsfyltir blikkdúnkar notaðir til varnar. Sem dænn
um smjúgmátt þessara geisla má nefna það, að þeir geta farið
marga km. gegnum loft án þess að stöðvast, en alfageislai'
komast ekki nema fáeina cm. Munurinn stafar aðallega af þvl> ,
að neutronögnin er órafmögnuð, og verður því ekki fyrir áhrif"
um frá frumeindakjörnum loftsins. Neutron getur farið gegn*
um 10—20 cm. þykka blýplötu, en proton með sama hraða
stöðvast af blýplötu, sem er aðeins % úr mm.