Eimreiðin - 01.07.1940, Page 55
eimreiðin
Þá öldnu móður við æfirökkur,
sem inn í glóðirnar starir æ,
ég nálgast hljóður og harla klökkur,
og hryggur ljóðin ég stafað fæ:
Um vanga og brúnir, sem tærði tál,
jjar tala rúnir hið þögla mál.
Þú situr hnípin á svölum degi,
og sorgin grípur um hjartans und.
þinn kaleik sýpur og æðrast eigi,
og eitrið drýpur í gljúpa lund.
Á enda rennur þitt æfiskeið.
Til ösku brennur hver von um leið.
En sveitin fríða gat svalað þránum,
er söngstu blíðast um ást og vor.
Um grænar hlíðar á eftir ánum
þú áttir tíðum hin léttu spor.
Þú horfir bleik inn í hruma glóð,
og hugur reikar um forna slóð:
Við elfarniðinn hjá eyðibænum
í ást og friði var gefið heit,
við lóukliðinn í lundi grænum,
er lífið iðaði um gróinn reit.
Þú grézt, en fangin af gleði varst.
Og gróðurangan að vitum barst.