Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 57
eimreiðin
MÓÐIRIN í DALNUM
257
sér inn’ á pallinum léku þá.
Með fjaðrir grannar til flugs á braut.
En fótinn annan við móður skaut.
Er börnin stækkuðu og brott var snærinn,
og bóndans hækkandi gengi var,
þeim fanst sem lækkaði litli bærinn,
og líka smækkaði sveitin þar.
Svo fleygur orðinn var ungi hver,
að aleinn þorði ’ann að sleppa sér.
Og út í lífið mót ljósum degi
þeir létu svífandi hreiðri frá.
En vængi stýfa þú vildir eigi.
— Og veröld hrífandi gleypti þá.
I marga parta var meiðnum svift
og móður hjarta til agna skift.
Og út í bláinn í aftangjósti
þú alein gáir og situr kyr.
Hver von er dáin í bleiku brjósti
og bundin þráin við kofans dyr
og gróna haga og grænan völl.
Hér gerðist sagan, sem nú er öll.
— Það hallar degi, og húmið lengist,
um húsið, þegjandi, sorgin fer.
Svo harmi slegin, að hjartað engist,
þú höfuð beygir í gaupnir þér. —
Að aringlóðunum, ást og trú,
í öskuhlóðunum leitar þú.
%tt varnarlyf.
Sulfanilamide er nafnið á meðali einu, sem mikið er notað i yfirstand-
‘llldi styrjöld og hefur fækkað dauðsföllum og aflimunum á særðum hcr-
’Uöiinum um meira en 400%, eftir þvi sem herlæknirinn G. A. H. Buttler
skýrir frá í læknablaðinu Lancet. í fyrri styrjöldum hefur reyndin verið
SU’ i meira en fjórða hluta samskonar sára liefur hlaupið hlóðeitrun,
?Cm iuiit hefur til aflimunar eða dauða. Með þessu meðali er svo vel komið
'eS fyrir eitrunina, að nú missa aðeins 5 af liundraði særðra hermanna
lmi> e®a deyja af sárum, i stað 27 af liundraði áður.
17