Eimreiðin - 01.07.1940, Page 58
eimreiðin
Winston Churchill.
Bardagamaðurinn og skáldið.
„Engum Þjóðverja mun líðast að stíga fæti á land á íslandi.“
Svo mælti forsætisráðherra Breta á þingfundi í enska parla-
mentinu, nokkru áður en þeir sendu hingað setulið það, sem
nú er í landinu. Þetta voru örlagarík orð fyrir íslenzku þjóð-
ina, eins og þeim var vel fylgt eftir, og maðurinn, sem rnælti
þau, ber nú meiri ábyrgð á herðum en nokkur annar innan
hins víðlenda brezka alríkis. Hann heitir Winston Leonard
Spencer Churchill og er fæddur 30. nóvember 1874.
Það hefur verið einkenni Churchill-ættarinnar að láta skanit
í milli orða og athafna, og svo er um Winston einnig. Hann
er í föðurætt afkomandi hins fræga hershöfðingja Johns
Churchill Marlborough (1(550—1722). John Churchill barðist
með Vilhjálmi af Óraníu, sem gerði hann að jarli og hershöfð-
ingja sínum. Churchill vann og marga sigra og stóra á ríkis-
stjórnarárum Önnu drotningar, svo sem við Liege, Bonn, Lem-
berg, Blenheim, Ramillies, Oudenarde og Lille. Er um hann
mikil saga og merkileg, sem hér verður ekki rakin. Foreldrar
Winstons voru Randolph Churchill lávarður, sá áttundi í röð-
inni frá ættföðurnum John, og Jennie Jerome, dóttir Ameríku-
mannsins Leonards Jerome, ritstjóra New York Times. E1
það í frásögur fært sem dæmi um skap þessa afa Winstons
i móðurætt, að eitt sinn áður en gerð var árás á ritstjórnar-
skrifstofu blaðs hans í New York, hafi hann verið búinn að
vopna skrifstofufólkið með riflum og auk þess útvega sei
fallbyssu og skipaði að skjóta á múginn, sem og gert var, enda
lagði múgurinn á flótta eftir nokkrar blóðsúthellingar. Faðn
Winstons, Randolph lávarður, var einhver atkvæðamesti stjorn-
málamaður Breta á árunum 1880 til 1886 og komst í fjármála-
ráðherrastöðu. En stjórnmálaferill hans varð stuttur, og hann
lézt árið 1895, aðeins hálffimtugur að aldri. Móðir Winstons
var um eitt skeið einhver dáðasta konan i samkvsemislíf1
Lundúnaborgar, og er henni lýst þannig, að hún hafi í æsku