Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Side 60

Eimreiðin - 01.07.1940, Side 60
260 WINSTON CHURCHILL eimheiðin lendumálaráðherra og síðan flugmálaráðherra, þá hermálaráð- herra og loks fjármálaráðherra. Eftir það verður hann flota- málaráðherra í annað sinn og er nú bæði landvarnarmálaráð- herra og forsætisráðherra. Það er öðru nær en hann hafi altaf verið flokksmönnum sinum þægur ljár í þúfu. Þvert á móti hefur hann aldrei látið floklcshagsmuni sitja i fyrirrúmi, held- ur farið eftir eigin sannfæringu, þó að hún kæmi ekki altaf heim við sannfæringu samflokksmanna. Hann hefur þá einnig verið ýmist í flokki íhaldsmanna eða frjálslyndra, eftir því við hvora honum féll betur í það og það skiftið, en þó miklu leng- ur i frjálslynda flokknum. Og jafnan hefur hann verið ein- dreginn fylgismaður frjálsrar verzlunar. Hann hefur aldrei getað felt sig við troðnar slóðir hinna dyggu flokkaklíkufylgj' enda innan þings og stjórnar. Til þess er hann of frjáls i hugsun og gjarn á uppreisn. Hefur þetta leitt til þess, að hann hefur oftar en einu sinni lent í andstöðu við fylgismenn sína og jafnvel staðið einn uppi. Winston stundaði nám í mentaskólanum Harrow og í Sand- hurst, en til háskólanáms kom ekki, því að loknu námi í Sand- hurst gekk hann í herinn. Honum leiddist latína og gríslca, en hafði allan hugann við hernaðarvísindi, enda var hann ekki nema rúmlega tvítugur þegar hann hætti námi til þess að komast í herinn. Fyrsta orustan, sem hann tók þátt í, var háð á eyjunni Cuba, en þangað komst hann sem stríðsfréttaritari. og gat með því móti staðist þann kostnað, sem af svo langn ferð leiddi. Þetta sama notaði hann sér, er hann réðist frétta- ritari til Indlands, fyrir blöðin Pioneer og Dailij Telegraph, UPP á 5 sterlingspunda laun fyrir blaðadálkinn. Síðar fór hann til Afríku og var þá fréttaritari stórblaðsins Morning Post °» fékk 15 sterlingspund fyrir dálkinn, svo að ritlaun hans höfðn þrefaldast á skömmum tima, enda vöktu greinar hans mikla athygli. Kitchener lávarður var þá hershöfðingi Breta í Afríku og naut mikils álits og þó enn meira síðar, bæði í Búastríðmu og loks í heimsstyrjöldinni 1914—1918. En Churchill gagn rýndi í greinum sínum Kitchener allfreklega, einkum fyrir með ferð hans á föngum, enda varð af nokkur kali milli þeirra u*- af þessu. Segir William Stead í „Skapgerðarlýsingu“ sinni Churchill, sem hann reit í Review of Reviews 1904, að hei af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.