Eimreiðin - 01.07.1940, Side 62
262
WINSTON CHURCHILL
eimreiðin
við að hann væri kviðinn, er hann átti að tala í fyrsta sinn
eftir að hann tók sæti sitt í parlamentinu árið 1901, enda er
sú samkoma talin sú gagnrýnasta, sem til er í heiminum.
Meyjaræðu sina flutti hann á kvöldfundi í þinginu 27. janúar
1901. Lloyd George, sem þá var önnur upprennandi stjarna i
þinginu, talaði næstur á undan og réðist á andstæðingana fyrir
meðferðina á Búum. Churchill svaraði, og gerði það svo vel,
að hann hlaut mikið lof fyrir bæði frá meðflokksmönnum og
andstæðingum. En þýðingarmesti árangur þessarar fyrstu ræðu
Churchills í þinginu var ef til vill sá, að eftir þingfundinn voru
þeir kyntir Churchill og Walesbúinn Lloyd George, þingmaður
fyrir Carnarvon-kjördæmi, en sú kynning varð upphafið að
lífstíðarvináttu og samstarfi þessara tveggja mestu þingskör-
unga Bretlands. Churchill hafði heldur ekki setið mörg ár á
þingi, er ágreiningur mikill reis upp milli hans og ýmsra leið-
toga íhaldsflokksins, einkum Josephs Chamberlain, út af her-
málum og verzlunar- og viðskiftamálum. Churchill var eld-
heitur fylgjandi frjálsrar verzlunar, og svo fór að hann settist
á bekk með Lloyd Georges, fyrsta andstæðingi sínum í þing'
inu, og varð aðstoðar-nýlendumálaráðherra í stjórn þeirri, seffl
frjálslyndi flokkurinn myndaði með Campbell Bannermann a®
forsætisráðherra. Svo heitt var áður orðið á milli ChurchiHs
og flokksmanna hans, að stundum þegar Churchill reis upP
til að halda ræðu, risu íhaldsmenn úr sætum sínum og gengu
af fundi. En Churchill var vel fagnað af frjálslynda flokknuin-
Einkum tókst mikil vinátta með honum og John Morley, þeim
er reit ævisögu Gladstones, og Herbert Asquith, sem síðar tók
við forsætisráðherratign af Campbell Bannermann.
Hér á landi eru þeir stundum nefndir flokkssvikarar, seni
ganga úr einum stjórnmálaflokki í annan, og það var ekki
laust nð að Churchill fengi svipað orð í eyra. Hann bauð sig
fram í Manchester, sem talið var trygt íhaldskjördæmi, þó
hann ætti völ á öðrum kjördæmum, sem talin voru alveg 01'
ugg fyrir frjálslynda flokkinn. Churchill kaus bardaga, eins
og áður. Hann vildi ekkert öðlast orustulaust, enda fékk hann
orustuna ósvikna. Andstæðingur hans í kjördæminu hafði látiö
semja flugrit eitt harla ítarlegt, þar sem vandlega var rakmn
ferill Churchills í ihaldsflokknum og sýnt fram á í hverja