Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 70
270
WINSTON CHURCHILL
EIMREIÐIN
verunnar öðlast hann hinn djúp^ grun um .takmark og tilgang
þeirrar voldugu heimsrásar, sem lífinu stjórnar: „Ég sá fram
á það með skelfingu, að sjálfur var ég með öllu ófœr urn að
bjarga mér undan óvinunum og skyldi, að án aðstoðar hins
æðsta máttar, sem gripur oftar en vér sjálfir erum reiðubúnir
að viðurkenna inn í hina eilífu rás orsaka og afleiðinga, væri
ég máttvana og bjargarlaus. Ég bað ákaft og lengi um hjálp
og vernd. Og ég fékk skjóta og dásamlega bænheyrslu.“ Hann
var aðeins hálfþrítugur er hann reit þessi orð, en er nú rúm-
lega hálfsjötugur. En trúin á sanngildi þeirrar lífsslcoðunar,
sem í þeinr felst, hefur ekki minkað, heldur aukist. Og ef til
vill er það sú trú, sem ræður úrslitum í þeirri höfuðorustu
lífs hans, sem um þessar mundir er háð.
15. ágúst 1940.
Sveinn Sigurðsson.
Bragsnillingar
Þegar hrjáð og hrakin þjóðin
hreld og smáð við fátækt bjó,
bragnar kváðu Breiðfjörðs ljóðin,
bætti ]>að dáð og veitti ró.
Dýrar veigar mærðarmáls
inunu teygast lengi,
vængjafleygar vísur Páls
verðfast eiga gengi.
Hjálmars óður hárbeittur,
hlaðinn móði, beiskyrtur.
Braga-gróður bragðsterkur,
bezta þjóðar kjarnfóður.
Þróttarrikust Þorsteins ljóð
þrungin kjarnasvörum,
þau eru líka þýð og góð,
sem þula af barna vörum.
Þó svipdauf skrifi og syngi Ijóð
sveitir nýrri tíma,
eftir Iifir enn með þjóð
andi dýrra tíma.
Jóhann BárSarson.