Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 81
eimreiðin
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
281
hlykkjóttar línur með stórum
hlykkjum.
Fasthygli veldur reglu-
bundnum öldulaga línum, með
allmiklu rými innan hverrar
bugðu línanna.
Eftirtektarleysi sýnir mjög
stóra öndunarhlykki í línurit-
inu, en þess á milli smáhlykki
með gleiðum endakrókum.
Alger hvíld (andleg og
líkamleg) veldur stórum, hæg-
um bugðum með oddlaga
botni, en gleiðum toppi.
Mók sýnir aðeins enn frek-
ari einltenni algerrar hvíldar,
svo sem kemur fram í línuriti
þessa ástands.
Svefn er ennþá hærra stig
hvíldar, og nú verður ritunin
smærri og hraðari, eftir því
sem svefninn dýpkar.
Dásvefn, eða ástand dáleidds
manns, sýnir samskonar línu-
rit og fullkomin hvíld.
Hugsun, bundin við sjónina,
sýnir reglubundna krókalínu,
með öllum krókum jafn hvöss-
um í oddinn, bæði að ofan og
neðan. Minnir línurit þetta á
hið svonefnda Traube-Hering
línurit, að því er ölduhreyfing-
una snertir, þó að stórgerðara
sé.
Hugsun, bundin við heyrn-
ina, sýnir nokkru smágerðari
andardráttaröldur en sú hugs-
un, sem bundin er við sjónina
(þ. e. sýnir vitundinni um-
hverfið, en lætur hana ekki
heyra það). Öldur þessa línu-
rits eru breiðari, topparnir
víðari og dældirnar einnig, en
innan hverrar dældar fjöldi
smáboga, um 12 öndunarhreyf-
ingar á hvern boga, og eru þeir
oft óreglulegir að lögun.
Hugsun, bundin vöðvahrær-
ingum líkamans, sýnir hraða,
rykkjótta línuhreyfingu. Ef sá,
sem mældur er, hefur augun
aftur, verða bugður línurits-
ins minni, en af sömu gerð
og áður.
Tilfinninga-hugsun er mæld
eftir orðprófunaraðferð Jungs.
Verkun orða á þann, sem til-
raunirnar eru gerðar við, er
skráð í hverju atriði, og má á
þenna hátt mæla með mjög
eftirtektarverðri nákvæmni
styrkleika tilfinninga svo sem
ástar, haturs, sjálfsmorðstil-
hneigingar, ýmiskonar þrá-
hyggju og margra annara
hugsana, sem snerta tilfinn-
ingalífið.
Tónlist, sem er góð og með
sterkum hrynjanda, veldur
mjög hröðum sveiflum, og
sýnir sálritinn venjulega línu-
rit sjálfra tónanna sérstaklega
og í öðru lagi línurit sjálfs
hrynjandans. Línurit tón-
listar er mjög fróðlegt til sam-
anburðar við önnur línurit