Eimreiðin - 01.07.1940, Page 92
EIMREIÐIN
Ljóð.
Eftir Arna Jónsson.
Einn einasti dagur.
Þegar dagurinn reis, þá var vor um vaknandi jarðir,
varmann úr geislunum teyguðu moldirnar röku, svörtu,
er önduðu ilmljúfri, heitri, grálopaofinni gufu
glilrandi sindrandi ljósbrotum vorloftin tæru, björtu.
Djúpt í jörðinni bærðust seytlandi lindir og lækir,
eins og lifandi hjörtu.
Ég er lítið barn, sem leik mér að steinum við veginn
og les hvítustu blómin, er jörðina vordjásnum krýna.
Óvitans frumstæða lífsgleði, barnsins brennheita þrá
í bláum, starandi, undrandi, vansöddum augum skína.
Það er gróandi vor, og grasið vex og ilmar
við götu mína.
Þegar sól var í hádegi kliðljúfur vorsöngur fagnandi fugla
fyltu hvolfin hamingjuhljóm, er ómaði fegurra og meira
en áður. I léttstígri hrynjandi blæýfðar öldur hrustu
. að blárri strönd í mjúltum dyni, sem bar hlátur að heyra.
Fjarvíddir skóganna námu hljóminn og hlátrana
hlustandi eyra.
Við erum tvö, sem göngum torfæra götuna að heiman,
með gleðina í augum stígum við fyrstu spor okkar tveggja-
Það er eitthvað, er seiðir að baki hinna blámandi fjalla
og bíður okkar, sem eigum á veglausan hrattann að leggja-
En við erum ung, og grasið grær mót sólu
við götu okkar beggja.