Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 93
eimreiðin
LJÓÐ
293
Kvöldsett var löngu, og kyljan blés yfir hrímgaðar gresjur.
Kolsvartir, skuggarnir flöktandi mintu á vofur og drauga.
Hin myrka, voðfelda nótt, sem í andvörpum skóganna umdi,
andaði í þögninni og reisti á himininn stjarnanna bauga.
Hin döggvota sóley glampaði stjarnanna glóbjarta slcini
grátnu auga.
Einn einasti dagur er brunninn í bláfölva ösku kvöldsins,
er blikandi mánans silfruðu unnir lauga.
Alt er gleymt. Enginn mun framar finna
fyrstu, hikandi, lausstígin spor okkar tveggja.
Ekkert mun seiða að baki hinna blámandi fjalla,
né bíða okkar framar og þreyjandi hugina eggja,
því að nótt fer í hönd, og grasið í nepjunni grætur
á gröfum okkar beggja.
Fimmta ljóðið
úr kvæðinu „Dansinn í lundinum“.
Nú stígum við dansinn, syndirnar sjö,
um sökkvandi jarðarboga.
Hvæsandi, læsandi loga
lykjum við ykkur tvö.
Við erum hlæjandi syndirnar sjö,
er sorgina bárum.
Hvar sem leið okkar liggur,
laugast hún blóði og tárum.
Við eruin dansandi syndirnar sjö,
er sökkvum jörðinni í ólgandi höf,
hinar hlæjandi dætur dauðans,
er dönsum á hverri gröf.
Þú vesæli maður, er máttvana starir
í myrkrinu á alt, þú sérð