Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 94
294
LJÓÐ
eimreiðin
og heyrir dansinn duna,
við fylgjum þér, hvert sem þú kemur og ferð,
og kveikjum hlóðsins funa.
Þú svæfir ei samvizkuna.
Hræðistu dauðann, hatrið og hefndirnar,
heiftina og sviknu loforðaefndirnar?
Hræðistu hræðistu oss,
hlæjandi, dansandi syndirnar sjö,
er sáum þjáning og dauða
og leggjum lifandi hjörtu
í logana rauða?
Nú stígum við dansinn, er dunar um lundinn.
Lát dinnnuna þokast nær.
I blóðsporum andans bak við alt
bíður dauðinn og hlær.
Lát himnana bresta yfir brennandi jarðir,
brjótið helvítis dyr.
Hvert geigþrungið hjarta gista skal
gamalla synda hyr.
Alt, sem þú áttir að gefa,
en aldrei gafst, verður sótt,
og myrkravöldum í verki lofað,
það verður efnt í nótt —
í nótt —
í nótt —
Sjá, himnarnir brotna og brenna,
sjá, björgin klofna og hrynja,
sjá, grænkandi foldirnar fenna,
í fjörbrotum jarðirnar stynja,
er stígum við dansinn, syndirnar sjö,
og sökkvum jörðinni i blóðrunnin höf,
hinar hlæjandi dætur dauðans,
er dönsum á hverri gröf.