Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 97
eimreiðin
RADDIR
297
í síðasta manntali Bandaríkjanna er þetta fólk nefnt „erlent livítt
kyn“. Af þessu erlenda hvíta kyni eru nú yfir 38 miljónir í Bandarikj-
unum. Þar af eru
6 800 000 Þjóðverjar (þ. e. þýzkfæddir menn eða börn þýzkfæddra for-
eldra, annars foreldris eða beggja).
4 500 000 ítalir.
4 300 000 Englendingar, Skotar, Walesbúar og Ulstermenn.
3 300 000 Pólverjar.
3 300 000 Kanadabúar.
3 100 000 Norðurlandabúar.
3 000 000 írar.
2 600 000 Itússar.
1 300 000 Tékkar.
900 000 Austurrikismenn.
500 000 Ungverjar.
Auk þess eru í Bandaríkjunum tugir þúsunda af Hollendingum, Frökk-
uni, Jugóslövum, Lítháum, Grikkjuin, Spánverjum, Portúgalsmönnum,
Rúmenum, Svisslendingum, Finnum, Mexicóbúum, Cubamönnum, Filipps-
eyingum, Japönum, Armeníumönnum, Tyrkjum og Sýrlendingum.
New York er sú borg Bandaríkjanna, sem befur flesta íbúa af erlend-
um uppruna. Af öllum íbúum borgarinnar, sem eru 7 miljónir, eru hvorki
nieira né minna en 5 miljónir af liinu „erlenda hvíta kyni“.
í Bandaríkjunum eru einnig 12 miljónir negra, afkomendur þræla
beirra, sem fluttir voru inn til Ameríku á nýlendutímunum. Þrælarnir
voru fluttir inn til Suður-ríkjanna og notaðir til vinnu á bómullar-,
tóbaks-, hrís- og sykur-plantekrum Bandarikjanna. Mikið af landbúnaði
Bandaríkjanna átti á þessu tímabili vöxt sinn og viðgang að þaltka
brælahaldi þessu, sem lét framleiðendum vinnukraftinn í té með tiltölu-
tega mjög litlum tilkostnaði.
Rezti bitinn.
Tveir kunningjar sátu að miðdegisverði. Aðalrétturinn var steiktur
fugl. Sá sem skar fyrir, tók handa sjálfum sér bezta bitann. Vinur hans
uiótmælti þessu.
>,Hvað hefðir þú gert?“ spurði sá, sem skar.
”Ég liefði auðvitað gefið þér bezta bitann af fuglinum.
>,Alt í lagi! Ég hef fengið hann, eða er ekki svo?“ svaraði hinn.
Hann vissi upp á sig skömmina.
Húsmóðirin (óðamála) við sessunaut sinn, háttsettan stjórnmálamann:
»Ég get sagt yður það, að ég lief heyrt mjög margt um yður sagt.“
Stjórnmálamaðurinn (flauinósa): Getur verið, en þér getið ekkert
sannað!“