Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Page 100

Eimreiðin - 01.07.1940, Page 100
300 RITSJÁ eimreiðin rétta þýðing er „])jóðræði“. Orðið „lýðræði" hefur náð fastri hefð í is- lenzku um hið rangsnúna demókratí — liina þjóðfrelsislegu helstefnu síðari tíma. — Að lokum skal á það hent, að nauðsynlegt er að öllum bókum Menningarsjóðs fylgi nokkur greinargerð, og að minsta kosti séu sögð deili á höfundunum. H. J. Einar Benediktsson: ÚRVALSLJÓÐ. Jónas Jónsson valdi kvœðin. Rvk. 19í0. (Útgefandi: Már Benediktsson). — Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að fjölyrða hér um snild og andríki Einars Benedikts- sonar, því að hvorttveggja er alkunnugt. Hitt má aftur á móti taka fram, að það er gott verk og þarft að gefa út úrval úr kvæðum hans til afnota fyrir þá, sem eiga þess ekki kost að hafa um hönd allar bækur lians. En samt munu menn altaf þurfa að leita til hinna óstyttu bóka hans, ef þeir ætla sér að lsynnast skáldskap lians að gagni, þvi að hann hefur ort fleir1 snildarkvæði en rúmast í dálitlu úrvali,' jafnvel þótt það sé eins álitlegt, einnig að stærð, og úrval það, sem hér um ræðir. En því fleiri sem góðkvæði skáldsins eru, því erfiðara verður einnig úrvalið, en yfirleitt liygg ég, að Jónasi Jónssyni hafi tekist valið á kvæð- unum eins vel og með nokkurri sanngirni er hægt að heimta. Að vísu þykir mér það mikill sjónarsviftir, að hvorlci skuli vera þarna Bláskógv- vegur né Þokusól, sem hvorttveggja eru með fegurstu náttúruljóðum a íslenzka tungu. En eins og áður er sagt er valið erfitt, og sýnist þá aö vonum einatt sitt hverjum, og gamalt orðtæki segir, að um smekkinn beri mönnum ekki að deila. Það er og efamál, hvort rétt er að taka aðeins brot úr kvæðum i söfn, eins og veljandi gerir á nokkrum stöðum í þessu safni. En þar eö ég hef gert það sama, er ég valdi „Hundrað beztu ljóð“, þá er mér lík' lega sæmst að tala ekki margt um það, — enda er slíkt álitamál. — Kvæði Einars Benediktssonar eru merkilegust fyrir þær stórkostlegn skáldlegu sýnir, sem þar finnast. Ifvæðunum er stundum ábótavant í ððr- um efnum, t. d. hvað mál og orðalag snertir, þótt ekki sé hægt að segJa að mikið beri á sliku, en hinar skáldlegu myndir hans eru glæsilegar töfrandi, og kvæðin benda öll í áttina til lífs og þroska og eru því hollar lestur. Einar Benediktsson gaf þjóðinni hið hezta i sál sinni í kvæðum sínum, og fyrir það stendur þjóðin í ævinlegri þakkarskuld við hann. Hann var stoltur af því að vera íslendingur; íslendingar mega vera stoltir af þvi að hafa átt Einar Benediktsson. — Frágangur allur á úrvali þessu er hinn prýðilegasti, bæði frá hendi veljandans og af hálfu ísafoldarprentsmiðju, sem prentað hefur hóluna. Er hið ytra og innra hvað öðru samboðið. Jakob Jóh. Smari. Guðmundur Daníelsson: Á BÖKKUM BOLAFLJÓTS. Skáldsaga, I Ú- AIc. 19Í0. (Þorsteinn M. Jónsson). Ef hinn ungi höfundur þessarar skald sögu hefur verið og er í hópi þeirra, sem teija það skilyrði til skáld frægðar að skrifa langa og viðamikla skáldsögu, að hætti ýmsra helztu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.