Eimreiðin - 01.10.1941, Síða 26
362
HLJÓMAR ÞESS LIÐNA
EI5inEIÐl!í
dyrinu og réttir honum höndina. Gestirnir eru sem óðast að
drífa að i afmælisveizlu læknisins, og Víðarr hefur þann heiðui
að vera einn úr söngflokknum, sem á að syngja hinum sjötuga
öðlingi til lofs og dýrðar þetta kvöld.
„Já, Karl, Víðarr bjargaði mér frá drukknun. Er þa^
kannske ekki árangur til að gleðjast af?“ grípur Hjördís frain
í áður en hann fær tíma til að svara verzlunarstjóranum-
Læknisdóttirin er yndisleg í hvíta kjólnum og með ljósa hárið
fagurlega greitt.
Hvernig stendur á því, að Karl verzlunarstjóri er eitthvað svo
tillitsmikill, en þó ósvífinn við Víðarr, bráðókunnugan mann-
inn, þetta kvöld. Hann er alltaf að ympra á ýmsu út af a*'
vikinu í gær niðri í vognum. Hefur unga stúlkan, Hjördis-
skýrt honum eitthvað rangt frá málavöxtum? Víðarr man na'
kvæmlega eftir fjörutíu ár það, sem hann hugsaði þetta kvöld-
Verzlunarstjórinn er á hælunum á mér eins og tortryggi’in
njósnari. Nei, nú er nóg komið! Ég fer heim.
Hljóðfæraleikurinn innan úr salnum heyrist langt út á götu-
Borðhaldinu er lokið. Söngflokkurinn er búinn að syngJ3-
Mínu hlutverki er lokið hér. Dansinn er byrjaður í sahium-
Gamli læknirinn kemur til mín lit á tröppurnar og fer a^
þakka mér: „Já, Víðarr minn, dóttir mín hefur sagt inér um
atburðinn. Jú, hér hefði getað farið illa. Berið ekki á mót*
þvi, ungi maður, berið ekki á móti því. Þér komuð til hjá1par’
og þökk sé yður fyrir það. Já, komið nú inn. Ekkert liggur a'
Ekkert liggur á!“
Gamli maðurinn lætur dæluna ganga og talar mest við sjálf'
an sig. Dansinn dunar, og við erum einnig þátttakendur
við, sem höfum ekki talazt við fyrr en í gær, en erum þó s'°
nátengd hvort öðru, að við skynjum ekkert nema hvort anna®-
Þessi hviti faðmur hennar er sá heimur, sem mig hefur drevnd
° ut
um og ég vissi, að einhvers staðar beið eftir mér. Ég se a
í þoku nema hana. Háðslegt glottið á Karli hverfur einnig- °°
AÚð svífum tvö ein á vængjum tónanna út i sumarnóttina, i">lda
og hljóða, með mánaskin yfir landi og sjó.
Það er undarlegt að lifa upp aftur eftir fjörutíu ár þesSJ
liðnu atvik. Nú er svo margt breytt frá því, sem þá var, bíe®1
hið innra og ytra. Lífið hefur tekið á sig hinn fölleita blA’