Eimreiðin - 01.10.1941, Side 44
380
FREMSTA LEIKKONA ÍSLANDS
EIMREIÐIN
um að tjaldabaki. Hún leit upp. Það glóðu tár í augum hennar.
Engin leikhústár — þau eru ekki til. Raunveruleg tár. Þetta var
ekki Gunnþórunn Halldórsdóttir. Þetta var kerlingarnornin,
sem var að verða of sein til að koma góðu til leiðar. — Ég gekk
hljóðlátlega í burt, sneyptur maður gagnvart svo stórkostlegn
hluttekningu — í leik.
Rauði þráðurinn í list Gunnþórunnar er hluttekningin, sam-
úðin með því, sem lifir og hrærist. Henni var ekki vel við að
leika Nillu í „Jeppa á Fjalli“ af því að Nilla er samúðarlaus
eins og hrísvöndurinn, sem hún leggur á bak bónda sínum. En
það var eitt atriði í hlutverkinu, sem sætti hana við það. Það er
hið grátbroslega samtal Nillu og Jeppa, er hún hyggur hann
dauðan og afturgenginn í gálganum, þar sem hún biður hann
fyrirgefningar á hnjánum, þar sem í ljós kemur, að Nilla og
Jeppi hafa einhverntíma verið ung, átt sér vonir og unnað. —
Mild samúð lífsreyndrar konu skein út úr hlutverkum eins og
Geirlaugu í „Hallsteinn og Dóra“ og Þóru prestsmóður í ,Á
heimleið“. Gríma í sjónleiknum „Jósafat“ var frábært leik-
afrek, ekki einasta fyrir þá samúð með smælingjanum, senr
skein þar fram úr hverjum drætli, heldur eiunig fyrir þá ein-
stöku athyglisgáfu, sem meðferð hlutverksins sýndi. Þessi at-
hyglisgáfa hefur iðulega komið Gunnþórunni að góðu liði, ekki
sízt þegar hún hefur leitt íslenzkar konur fram á leiksviðinu-
Hún lýsir sér jafnt í kímni sem alvöru. Tökum konu Jóns
bónda í Fjalla-Eyvindi. Hún segir svo sem ekkert, er bara nieð
hinu fólkinu. Hlær með því og er hreykin af hinum góðglaða
bónda sínum. Þar er ekkert viðbragð, ekkert handtak, sem
íslenzk bóndakona gæti ekki látið sjá til sín, ekkert sem minnir
á bæjarbúa og kaupsýslukonu. í þessu örlitla hlutverki og í
mörgum öðrum miklu stærri er það hin smitandi kátina hinnar
öklruðu leikkonu, sem heldur áhorfendum svo við efnið, að þeir
gleyma líðandi stund — og hlæja með.
Unga stúlkan, sem skáldið vildí ekki láta nokkurn rnann
beygja, varð ekki beygð. Hún stendur teinrétt á leiksviðinu
þann dag í dag. Sjötugasta afmælisdag sinn á hún þar, rétt eins
og binn tuttugasta og þriðja, en nú er hún fremsta leikkona
þessa lands.