Eimreiðin - 01.10.1941, Page 53
kimreiðin
UM UPPRUNA ÁSAHEITA
389
um Abraham, er hann sér hrútinn hanga í trénu og hann
slátraði honum sem fórn, í stað sonar síns, er víst líkingarfull
frásögn um, að hann hafi framkvæmt einhverja forna helgi-
siðaathöfn ættfeðra sinna, sem tengd var við tréð eða fórnir 1
skógarlundi; máske fórnardýrið hengt í tré eins og Adam frá
Brimum skýrir frá, að siður hafi verið í Uppsölum i Svíþjóð
inngt fram eftir öldum.
Annars höfðu Assýríumenn hugmynd um, að guð væii einn,
Þvi þrátt fyrir sína mörgu og misjöfnu guði, þá var þó guð-
inn Asur einn góður og öllum voldugri, en hugmyndin um
benna góða og mikla guð var orðin mjög sljó hjá þjóðinm um
bað leyti sem Israelsmenn voru fluttir þangaó.
Mér finnst því, að öllu athuguðu, að hið fegursta og dýpsta
i trúarhugmyndum forfeðra okkar eigi frenmr uppruna sinn i
nönsku eða arísku trúarbrögðunum en í þeim semítisku frá
úyrjun, þó að margt sé sameiginlegt, mörgu blandað saman og
niargt óskýrt, nema því aðeins, að kristna trúin hafi haft áhrif
ú trúarhugmyndir þeirra löngu fyr en oss hefur grunað. Hug-
niyndirnar um „Ás hinn almáttka“, skaparann, hinn volduga
°8 góða, og Um Hæni og svo Baldur, eru svo fagrar, að uppruni
Þeirra hlýtur að vera frá bernsku þjóðanna. Fyrstu trúarhug-
niyndirnar eru vanalega fegurstar, en af hinum elztu trúar-
brögðum, sem ég þekki nokkuð til, finnst mér kenning sú,
Sem kennd er við Zaraþústra, fegurst og líkust þvi fegursta
1 vorum eigin fornu trúarbrögðum.
Við vorum smalar.
^ ið vorum liílir smalar undir háum hamrasal
0(J heyrðum landsins frjálsu auðnir kalla.
vorum bæði mótuð af djúpum íslands dal
°9 draumum hinna stóru, bláu fjalla.
^ ið áttum smalabyrgi við lítinn lækjarál,
sem liðaðist um græna birkivöllinn.
i*ar biðum við og ræddum okkar bernsku-leyndarmál,
er blessuð sólin skein á gömlu fjöllin.