Eimreiðin - 01.10.1941, Qupperneq 76
412
NÁTTFARI OG AMBÁTTIN
EIMRKIííI?í
hlíðar Hvammsheiðar og Núps. Ivarlmennirnir verða að beita
öxinni og höggva sig gegnum frumskóginn, þar sem hann er
þéttastur. Rjúpur skríða í lynginu, spakar eins og hænsni í tuni-
Þau reika um graslendisfláka, mjúka undir ilinni af þúsund
ára sinulubba. Það er útengi framtíðarinnar, sem biður sins
vitjunartíma. Þau klifra upp úr dölunum og litast um af tind-
um fjallanna. Enga mannbyggð er þaðan að sjá. Að loku®
nema þau staðar á bakka Reykjadalsár inn frá Vestmanns-
vatni. Svanir hópa sig á vatninu. Gæsir garga á hverju®
polli og andirnar um allt. Hér er skjól. Hér er friður. Hér eru
þau frjáls gerða sinna. Ambáttin eru laus við kvalara s®a’
ræningjana, sem fluttu hana nauðuga úr foreldrahúsum. Þegar
nóttina lengir í ágúst, stendur þarna torfhús með birkiröftu®
— fyrsti sveitabær á íslandi. Hér lifa þau lífinu eins og kona
og karl hafa gert frá upphafi veraldar til loka.
Það liða ár. Þá er kyrrðin rofin. Þau verða vör við man®'
komu í héraðið. Skip koma af hafi. Varningi er róið í lnnd-
Konur og börn ganga upp frá sjónum og hertygjaðir n®nn
fylgja á eftir. Útlendur fénaður er rekinn með hundum inI1
sveitir. Klyfjahross reka lestina. Holt eru rudd kringum bæjar'
stæði. Bæir rísa upp. Götur gangast ofan i jörðina bæja a
milli. Smalar hóa og reka ásauð á kvíaból til mjalta. Reykir
koma upp á hverjum morgni hér og þar um héraðið. Náttfarl
fær nágranna norðan við vötnin. Þá fyrst fer hann að hugsa
um landamerki og „merkir á viðum“. Landið er að nemast-
Öldin heitir víkingaöld og réttur mannanna hnefaréttur-
Skógarmennirnir í Reykjadal eru bæði fegnir og ugganctl‘
Fásinnið er rofið. En frelsið er í hættu. Þeir eiga ekkert bol'
magn til að reisa rönd við ofúrefli, verði því beitt. Eitt s®n
náði Náttfari frelsi sínu — ekki með áhlaupi, heldur annarrl
aðferð. — Enn er hann samur og jafn. Þegar hann sér, a^
ágirnd Eyvindar Þorsteinssonar grúfir yfir dalnum eins
pest, bjargar hann enn lífi sínu og frjálsræði með sömu a®'
ferðinni — undanhaldinu.
Út með fjöllum, sem standa með votar tærnar í hafi®1
vestan megin Skjálfanda, finna þau litla vík. Hana vill eng1Iin
annar eiga. Byggðin þéttist um Aðalreykjadal, Tjörnes o
Köldukinn. Ys og þys mannlífsins fer að mestu fram hjá hon