Eimreiðin - 01.10.1941, Qupperneq 79
S>MREIÐIN
MINNISLEYSI
415
Kjartan brosti, stakk listanum i vasann og hélt svo áfram aÖ
vinna.
Á meðan hann var að borða hádegisverð, lék hann sér að
l)ví að gabha konu sína. Hann dæsti og sagði:
Ég er búinn að missa alla tiltrú á þessu ólukkans ekki sen
Éappdrætti, ég hætti bara að spila.
~ Jffija góði, þú um það, sagði kona hans.
~ -iá, það er ekkert vit í því að vera að eyða peningum
sínum í svoleiðis vitleysu.
Það er nú anzi spennandi að spila með, og svo finnst
ni(ir sjálfsagt að styrkja háskólann.
Uss, svei, tautaði Kjartan.
~ Heyrðu annars, ertu ekki búinn að fá vinningaskrána?
sPnrði Guðrún eftir dálitla þögn.
Jú, gerðu svo vel, sagði hann kæruleysislega og fékk
henni listann. Hann gaf henni gætur á meðan hún leit yfir
^Umerin, en sá enga svipbreytingu á andliti hennar. Hún mundi
l’á ekki númerið. Hann brosti og lét hana fara yfir allan list-
ann. en svo gat hann ekki stillt sig lengur og sagði:
Athugaðu betur fyrsta númerið.
Já, það er ergilegt, munar bara einum, sagði hún.
~~ Það munar engum, sagði hann og sló laust í borðið.
~ Jú, víst, þriðji stafurinn í okkar númeri er fimm, en þetta
er sex.
~~ Þetta er okkar númer, sagði hann og lagði áherzlu á
hvert orð.
~~ Ég vildi, að satt væri, sagði hún. — Lofaðu mér að sjá
miðann.
Sjálfsagt, sagði hann og tók upp veski sitt, leitaði í því,
en fann ekki miðann.
Nú, hann er ekki hér, tautaði Kjartan og leitaði í öllum
vösum sínum.
' Hvernig stendur á þessu, hvar hef ég látið miðaskömm-
ina?
' Það veit ég ekki, þú hefur alltaf haft hann, sagði Guðrún.
Já góða, en hvar getur hann verið, sagði Kjartan og
r enn einu sinni í alla vasa sína, svo stóð hann upp. —
annske er hann í skrifborðinu. Hérna læt ég ýmislegt smá-