Eimreiðin - 01.07.1942, Blaðsíða 40
216 EINAR PÁLL JÓNSSÖN SKÁLD EiMREif)[N'
næstunni. Er það óblandið fagnaðarefni vinuin hans og aðda-
endum Ijóða hans, að svo verður.
Eins og öðrum Ijóðskáldum, er Einari harla tamt að lin11,1
hugsunum sínum og tilfinningum táknrænan búning i
höguni myndum úr skauti hinnar jdri náttúru, t. d. í kva'ð-
unum „Haf“ og „Briin“, sem annars eru þó næsta ólík
efni og anda — hið fvrra ljóðræn og litauðug lýsing á hiö'
um heillandi útsæ, hið síðara þrungið að djúpri hugsun og
fast-meitlað að máli, svo að hver ljóðlina hittir i inark. í
kvæðinu „1 riimsjó" seilist höfundur einnig til hafsins eft1-1
táknrænni mynd af eigin æviför um sollinn lífsins sæ, se,n
einnig fær víðtækari merkingu í höndum hans, því að ein>
og hann orðar það:
„Og fæstir sigla til hafnar heim
við Hrafnistumanna bvr.“
Önnur kvæði Einars eru hreinræktaðri náttúrulýsingí"’
eins og hið gullfallega kvæði hans „Upprisa vorsins", en þal
haldast skáldlegar samlíkingar og frjó hugsun afburðavel 1
hendur, eins og ljóst er af eftirfarandi þrem erindum þesS-
„I dag skal hafin heilög messugjörð
og liringd til vöku svefnsins fósturjörð
og kyntir vitar nýrra árdagselda.
Nú lielgast drottni sérhvert ljóð og lag,
l>ví lífið heldur skirnarveizlu i dag
og drekkur erfi undanhalds og kvelda.
Til nýlifs fæðist sérhvert l>lóm og hlað.
Nú blæðir út frá vorsins lijartastað
ein vaxtarelfur öllunt máttarmeiri.
Og moldin knipplar grænan gróðrarserk.
Nú gerist lifsins æðsta kraftaverk —
i frjóvgan haga breytist blásin eyri.
Við sólris opnast allra heima dýrð.
I örinum ljóss er gróðrarmoldin skírð
og laugin helguð dropum daggartára.
1 hjarmans faðmi birtast undur ný.
Við blámans úthaf sindrar leifturský
sem spádómsbros frá vöggu vits og ára.“ !)
1) Kvæði þetta hlaut önnur verðlaun i' víðtækri ljóða-samkeppn1 1
Manitoliafylki.