Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 16

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 16
XVI KIMREIÐIN Bækurnar, sem hver góður bókamaður þarf að eiga og lesa. 1. Islenzkir />jóðhættir, eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Fyrri útgáfa seldist á örskömni- um tíma, og bókin hefur verið ófáanleg síðan. Um miðjan dezember kemur út önnur útgáfa, að öllu leyti jafnvönduð hinni fyrri. Tryggið yður eintak stiax. 2. Ljóðusafn Jóns Magnússonar. Ljóð Jóns Magnússonar eru þjóðkunn og viðurkennd að makleikum. Þau hafa komið út með nokkru millibili, og aldrei verið öll samtímis í bókaverzlunum. Þetta er góð og falleg útgáfa, sem er prýði á hverju heimili. ■!. Sjósókn. Endurminningar Erlends Björnssonar á Breiðabólsstöðum, skráðar af séra Jóni Thorarensen. Þessi bók á samstöðu með Islenzkum þjóð- háttum og mun verða vinsæl um allt land. Hún er skemmtileg og falleg. J. Sálin hans Jóns mins. Sniildarkvæði Davíðs er hér búið í svo fallega umgjörð eftir Valgerði Ólafsdóttur, að þar er hvort öðru samboðið. 5. Biblían í myndum. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup hefur undanfarin ár unnið aö því að búa undir prentun þetta verk. Myndirnar eru eftir hinn fræga franska listamann Gustave Doré, og til verksins er að öllu leyti vandað, svo sem kostur er á. li. Snót. Allir, sem komnir eru til fullorðinsára, þekkja hina vinsælu Ijóðabók, Snót. Hún var um skeið vinsælasta ljóðabókin á landinu. Nú kemur hún út í nýrri vandaðri útgáfu í dezember. ~. Ljóð Einars Benediktssonar eru nú fullprentuð og koma í dezember í bókaverzlanir. 8. Völuspá í útgáfu Eiríks Kerúlfs, hefur að vonum vakið mikla athygli, og ættu þeir, sem unna norrænum fræðum, ekki að draga það lengur að fá sér þessa bók. !). „Raula ég við rokldnn minn“. Ein sérkennilegasta bókin, sem kemur út á þessu haústi, heitir „Raula ég við rokkinn minn“. Það eru þulur og þjóðkvæði, sem Ófeigur Ófeigsson læknir hefur skráð og skreytt. Ófeigur er listfengur maður með afbrigðum, og mun þessi bók vekja sérstaka athygli.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.