Eimreiðin - 01.10.1945, Síða 18
242
VIÐ I’JÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
nú. Mun ei af veita í vorri vopnuðu veröld, grárri fyrir járn-
um, og mál til komið, síðan vér vorum sviptir vopnum af
valdsmönnum hér á landi á 16. öld og gerðir að varnarlaus-
um þrælum. Herhvöt Magnúsar sýslumanns hins prúða
dugði þá skammt. Og má að vísu svipað segja um marga
aðra herhvöt vökumanna þjóðarinnar fyrr og síðar, sem sáu
og skildu, að engri þjóð — og sízt smáþjóð — verður til
Iengdar líft á munnfleiprinu einu saman.
Hér eru engin tök á að segja um, hvað hæft kunni að vera
í orðasveimi þeim, sem á kreiki er og erlend blöð, einkum
dönsk og sænsk, hafa verið svo vingjarnleg að ræða fyrir
okkur undanfarið, þar á meðal danska blaðið „Politiken*'
með stórum feitletruðum fyrirsögnum á fremstu síðu,
að því er íslenzka ríkisútvarpið tilkynnti nýlega. Káðlegging-
ar þessara erlendu málpípna til íslendinga í sambandi við
stöðu vora út á við eru heldur ekki þess eðlis, að ástæða sé
til að taka þær hátíðlega. Hins vegar mætti vænta þess, að
alþingi og stjórn léti frá sér heyra og taki opinbera afstöðu
til alls þessa moldviðris. Eins og ástatt er veit almenningur
eltkert hverju má trúa eða hvort nokkru má trúa af orða-
sveimi þeim, sem á kreiki er. Almennar kosningar eru fram-
undan. Dómur þjóðarinnar nálgast. Og undir henni er komið
hvort tryggja beri hag Iandsins og hins nýfengna sjálfstæðis
svo örugglega sem verða má. Fullveldisviðurkenning frá stór-
veldum og frændþjóðum er okkur mikils virði, en það er
þjóðarinnar sjálfrar að sýna, að hún sé slíkrar viðurkenn-
ingar makleg.
Hvað sem öllum orðrómi líður um fyrirætlanir og tilboð,
samningaumleitanir og flokkaliagsmuni, tvísýnu um völd og
væntanlegan vilja þings og þjóðar, þá er það ljóst orðið, að
okkar bíður nú það vandasama hlutverk að kveða á um varnir
landsins, ef við viljum ekki eiga á hættu, að erlendir aðilar sjái
um það verk. Við þurfum að ákveða, hvort þessar varnir skuli
nokkrar vera eða engar, hvort þeim skuli haldið uppi af
okkur sjálfum eða í samráði við aðra. Þetta mál allt var
nokkuð rætt í síðasta hefti Eimreiðarinnar, og ekkert hefuí'
komið í ljós síðan, þrátt fyrir hinar margvíslegu bollalegg-
ingar út af áðurnefndum orðrómi undanfarnar vikur,