Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Side 30

Eimreiðin - 01.10.1945, Side 30
254 UM KIRKJUK EIMREIÐIN lega séu valdir vegna kirkjusókua úti um Iiéruð landsins, og er þetta þó vissulega erfitt viðfangs. Hér er og ýmislegt, sem laðar, svo sem þekktir og þjálfaðir prestar og einkum kirkjusöngurinn, eins og liann er orðinn í höfuðstað landsins móts við víða annars staðar enn þá, og er þetta að vísu efni, sem ræða yrði sérstaklega. En allt er þetta athyglisvert. 3. 1 þriðja lagi rekur að því í þessu sambandi, að meta verður prestana, þjóna kirkjunnar á hverjum stað. Undan slíku mali almennt í söfnuðum geta þeir eigi skorazt, en enginn vafi leikur á því, að þetta hefur alla daga liaft sín áhrif á kirkjusókn til þeirra, þótt fleira komi til yfirleitt, eins og drepið hefur verið á Engan undrar það, þótt prestar séu misjafnir, eins og aðrir menn, einnig í sínu starfi. Bæði er þar erfitt að gera öllum eða jafnvel flestum til hæfis, og einnig liljóta þeir að vera upp og niður til þessa gerðir. Þó hefur áhugi og einlægni ávallt bæM hér rir, enda er óhugsandi, að prestsstarf verði rækt með nokk- urri mynd, nema þetta hvorttveggja sé til staðar, því að án þess er heldur ekki sjálfum tilganginum náð. Með öðrum orðum: Það er sjálfu málefninu eigi síðri nauðsyn en söfnuðunum. Það er að öllu sameiginlegt mál. — Vitaskuld geta klerkar tamið sér, ef viljinn er nægur, með lærdómi og þjálfun, að Iialda góðar og upphyggilegar ræður, en ýmislegt annað liefur löngum verið vafasamara, svo sem söngur og sálusorguu í margan máta, þótt næsta þýðingarmikið sé. Og loks mætti ætla, að ekki væri sízt áríðandi, að presturinn lifi sjálfur góðu og vammlausu líferm, svo að til eftirdæmis sé, en eigi frálirindingar. Verður presta- stéttin sjálf með biskup landsins í fararbroddi að reyna að ráða fram úr þessu, svo að árangur beri, enda er það allt mikilvægt fyrir liollustu safnaðanna við prestinn, livar sem er, og kirkjusókn til lians. Ég vil nú vona, að það verði ekki undirorpið neinum vafa, að ég vilji kirkju og kristni þessa lands vel, og einnig prestunuin- Þykist ég liafa reyndar sýnt það í ýmsu á undanförnum árum- Þótti og mér eins og öðrum þeiin, er af sanngirni og réttdænu vildu líta á það mál, sem erfitt væri að gera a. m. k. ríkar kröfur til prestastéttarinnar í heild með þeim efnalegu kjöruni, sem liún lengi hafði við að búa, þótt ávallt væru einstakir klerkar, sein sköruðu fram úr í hvers kyns góðu starfi, þrátt fyrir allar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.