Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 39

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 39
eimreiðin DRENGUU GÓÐUR 263 þykir fremur óskemmtilegt að vera á ferð í myrkri og vondu veðri — og geri það ekki að þarflausu. En við getum samt talað um erindi þitt, sagði fóstri minn, — þótt Valgerður sé ekki komin lieim. Ég gerist forvitinn, því það er óvanalegt, að þú takist ferð á liendur liingað. — Ég sé,'að Runólfur litli er liáttaður, sagði Böðvar. —- Er liann lasinn? Fóstri minn kvað svo vera. — Það er kvef og liitavella; er að hatna, vona ég. — Heldurðu, að liann sofi? sagði Böðvar. — Ég vil umfram allt tala við þig alveg í einrúmi.------ Ég lieyrði, að fóstri minn kom að rúminu og beygði sig niður að mér. Eg lézt sofa. Drengurinn sefur vœrt, sagði fóstri minn og settist aftur. Þeir töluðu lágt. — Það var kalt frammi í stofu og mundi taka nokkra stund að leggja þar í ofninn og liita upp. 1 sama bili kom stúlka inn með kaffi, og féll samtalið að miklu leyti niður, á meðan þeir drukku það. — Ég kúrði mig niður í rúminu, en sofnaði ekki. — Þegar stúlkan liafði borið fram af borðinu og lokað á eftir sér liurðinni, varð ég þess aftur var, að fóstri minn kom að rúminu og atliugaði livort ég svœfi. Svo settist liann aftur niður °g sagði: Jæja, Böðvar minn, er þá ekki rétt að heyra erindið? — Jú, það verður víst svo að vera, sagði Böðvar. — Það er nú ekkert skemmtilegt, en það vil ég segja þér strax, Hákon, að °kkar fólki beggja, mínu og þínu, er málið í rauninni óviðkom- andi. Maður í vandræðum liefur leitað til mín, og nú leita ég aftur ráða til þín og konu þinnar. Ég er ekki að liæla ykkur, þótt ég segi það, að það er álit allra, að til ykkar Valgerðar sé gott að leita lieilræða. — Nú, — þú þekkir Odd í Austurdal? — Ég þekki manninn í sjón, sagði fóstri minn, — en varla meira. En ég þekkli Maríu, konu hans og þær mæðgur, Þóru dóttur hennar; luin var hér nokkra mánuði í fyrravetur að læra hitt °g annað lijá Valgerði. — '— Nú þarf ég að bæla dálitlu inn í söguna,“ sagði Runólfur. — ^Austurdalur var stór fjallajörð og góð, skammt frá Urðardal. Eyrir fimm — sex árum liafði þá búið þar ekkja, María að nafni, r»mlega fertug að aldri, fríð kona og auðug vel. Til hennar réðst

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.