Eimreiðin - 01.10.1945, Qupperneq 43
EIMREIÐIN
DRENGUK GÓÐUR
267
Til dæmis þetta kvöld í gömlu baðstofunni! Jafnljóst og ferskt
eins og það liefði gerzt í dag. Og þó nálægt fimmtíu ár síðan. —
Þii ert þögull, Hákon, lieyrði ég að fóstra mín sagði. — Ertu
ekki frískur?
Jú, sagði liann. — En liann Böðvar kom með óþægilegar og
slæmar fréttir. — Það er rétt, að liami segi þér þær sjálfur, því
raimar var það til þín, sem liann ætlaði að leita ráða. —
Böðvar sagði nú sömu söguna í annað sinn. Ég lieyrði, að fóstri
minn gekk liægt um gólf á meðan. — Svo varð þögn, litla stund.
Og livað liafið þið hugsað ykkur að gera í þessu máli, sagði
fóstra mín loks. Málrómur liennar var rólegur að vanda, nærri
því rólegri en ég liafði húizt við. —
Ja, eiginlega liefur okkur nú dottið margt í hug, sagði Böðvar,
— eða réttara sagt mér, því Hákon liefur lítið lagt til málanna
enn þá, vildi bíða og lieyra þitt álit. —
Ég verð nú að segja það, sagði fóstra mín, að mér finnst þetta
nú vera frekar ykkar mál, karlmannanna, að ráða fram úr, en
mitt. — Það er kynbróðir ykkar, sem vafalaust á hér mesta sök,
en ekki hlessað barnið, sem liann liefur liremmt. En láttu mig
nú lieyra, Böðvar, livað þér liefur dottið í liug. Þú hefur liaft
lengstan tíma til að liugsa málið. —
Fyrst datt mér í hug, sagði Böðvar, að barnið yrði ekki feðrað.
En ég sá strax, að það dugði ekki. Allir mundu geta sér til, liver
væri faðirinn, samt sem áður. Og svo þekkið þið liann séra Sig-
urð gamla, þröngsýnan og ósveigjanlegan þverhaus; það yrði
óþolandi rekistefna. —
Já, það er alveg rétt, sagði fóstra mín. —
Þá kemur liitt, sagði Böðvar, að koma stúlkunni eitthvað
langt í burlu, lielzt til útlanda. En það stendur á henni sjálfri,
segir Oddur. Hún er ófáanleg til þess, blátt áfram, treystir sér
ekki út í þann einstæðingsskap. Hún er algerlega heimaalin,
taugaveikluð og kjarklaus til þeirra liluta. Þar með er það ráð
úr sögunni og ekki um það að ræða. —
Ég veit það, sagði fóstra mín, — annars væri það bezta ráðið.
Það yrði auðvitað talað um það, en sá orðrómur mundi fijótt
þagna. —
Þá kemur loks þriðja ráðið, sagði Böðvar, — og það er að fá