Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 44

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 44
263 DIÍENGUR GÓÐUR EIMREIÐIN einlivern annan til þess að meðganga barnið og giftast slúlkunni nú sem allra fyrst. — Það var einmitt það, sem mér datt í hug, sagði fóslri minn. — Og ég lief verið að hugsa um það síðan áðan. Og komizt að einhverri niðurstöðu um það, sagði fóstra mín, og mér fannst dálítill háðskeimur í röddinni, — liver eigi að taka stúlkuna og barnið að sér? — Já, sagði fóstri minn, og var nokkur þungi í rödd lians, — það hef ég gert. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að stúlkuaum- inginn sé kominn í þau vandræði, að þar verði að hjálpa. En ég vil taka það fram, að með Oddi þessum lief ég enga samúð. Þú sagðir áðan, Valgerður mín, að þetta væri okkar karlmann- anna að ráða fram úr, og ég er að vona, að okkur Böðvari geti tekizt það — án íhlutunar ykkar kvenna. — Jæja, Hákon minn, sagði fóstra mín og hló góðlátlega, — þá er hezt, að ég fari fram að taka til matinn, á meðan þið komið ykkur saman um hjálpina. — Nei, nei, sagði Böðvar ákafur, — ég efast ekki um góðvilja Hákonar, en ég tók nú þetta mál að mér, ef svo mætti að orði kveða, og ég er alveg staðráðinn í því að gera ekkert í því nema með vilja og ráðum þínum, Valgerður, ef þú vilt lijálpa, og ég veit, að þú vilt það. Þó að við Hákou getum kannske einhvern veginn klórað okkur fram úr þessum vandræðum, þá mundi ég aldrei verða ánægður nema að hafa þig með í ráðum, livað sem gert verður. Þú ert kona og skilur þetta allt betur en við, að minnsta kosti þá lilið, sem að stúlkunni snýr, og auðvitað er það hún, sem við sérstaklega berum fyrir brjósti. —- Ég þakka þér fyrir traustið, Böðvar, sagði fóstra mín, -— og ég skal lilusta á ráð Hákonar míns, ef liann vill lofa mér það. — Auðvitaö vil ég það, sagði fóstri minn, — og meira en vil það, en mér fannst áðan, að þú taka þetta nokkuð kuldalega, eins og þú vildir helzt ekki skipta þér af því. Nú skal ég segja ykkur, hvað mér datt í liug. Hann Sölvi, vinnumaður liérna, er myndarpiltur, þrifinn og duglegur, eins og þú veizt, Valgerður. Hann er ekki sérlega viðkvæmur, og víst er það, að hann langar til að koinast í efni og verða sjálfstæður maður. Eins og nú er komið, sé ég ekki annað en að Þóra sé fullsæmd af honum. Mér hefur dottið í hug að láta hann liafa Lyngholtið til eignar, en þú, Böðvar,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.