Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Side 52

Eimreiðin - 01.10.1945, Side 52
EIMREIÐIN Jóhann Magnús Bjarnason, skáld. Vinsælasta sagnaskáld Vestur-lslendinga lézt 8. september þ. á. í bænum Elfros í Saskatchewan-fylki í Kanada. Jóhann Magnús Bjarnason var fæddur 24. maí 1866 að Meðalnesi í Fellum á Fljótsdalsbéraði og var því á 80. aldursári, er hann lézt. Kona lians, Guðrún Hjörleifsdóttir Björnssonar, lézt mánuði fyrr en maður hennar eða 10. ágúst þ. á. Þau voru jafngömul og höfðu verið í hjónabandi í 58 ár. 1 grein, sem K. J. Austmann ritaði um Magnús í tímaritið The Icelandic Canadian 1944, segir um lijónaband þeirra, að það liáfi verið til fyrirmyndar og að þau liafi verið jafn lieitir unnendur livors annars á áttræðisaldri eins og í æsku. Staðfestist þessi umsögn af öllum þeim, sem þekktu þau vel og heimili þeirra. Magnús fluttist níu ára gamall með foreldrum sínum til Ame- ríku, og settust þau að á Mooseland-hæðunum austan Musquodo- hoit-dalsins, en sá dalur er í Halifaxliéraðinu í fylkinu Nova Scotia. Það var árið 1875, og á Mooseland-hæðunum áttu for- eldrar lians lieima til ársins 1882, að þau fluttust til Winnipeg. Þar naut Magnús menntunar, tók kennaraskólapróf og varð síðan kennari um aldarfjórðungsskeið í ýmsum liéruðum Mani- tohafylkis. Eftir það vann liami í 4 ár á skrifstofu hjá viðskipta- fyrirtæki einu í horginni Vancouver í fylkinu Britisli Columbia. Síðan settist liann að í smábænum Elfros og dvaldist þar til dauðadags. Það er nú meira en liálf öld síðan að út kom fyrsta bókin eftir J. Magnús Bjarnason. Sú hók liét Sögui• og kvœöi (Winnipeg 1892). Þremur árum síðar kom næsta bók lians, LjóSmadi (ísaf- 1895). Fyrsta langa skáldsagan eftir Magnús kom út á árunum 1899—1903, í þrennxr bindum, og vakti hún mikla athygli, þó að liún fengi misjafna dóma. Það var skáldsagan Eiríkur Hanson. Sú bók mun jafnan verða talin eitt af heztu verkum hans og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.