Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 57

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 57
EIMREIÐIN FÁGÆT FRÆNDRÆKNI 281 reynir til að selja þau. A3 vísu er sjaldan mikið upp úr því að hafa fyrst í stað, en flestir eða allir blaðadrengir selja þó nokkur blöð á hverjum virkum degi, ef þeir eru duglegir. Ég ímynda mér, að ötull drengur, eins og þú ert, gæti inn unnið sér að minnsta kosti 25 cents á bverju kvöldi. Reyndu þetta, frændi minn.“ Og ég fylgdi fúslega ráðum frændkonu minnar. Ég keypti undir eins nokkur eintök af kvöldblaðinu og hljóp og lientist áfram, fram og aftur um fjölförnustu göturnar, og hrópaði af öllum mætti, liverjar belztu fréttirnar væru. Og ég seldi að lokum öll blöðin, sem ég keypti fyrsta kvöldið, eftir að bafa hlaupið og Iirópað í sífellu í tvo eða þrjá klukkutíma. Keppi- nautar mínir voru margir og þaulæfðir við þetta starf; og bvar sem ég kom, voru blaðadrengir þar í nándinni og seldu mörgum sinnum fleiri blöð en ég. En blöðin voru ekki svo mörg, sem ég seldi það kvöld, að ég befði 25 cenls í hreinan ágóða. Það sá ég samt fljótt, að ég hafði dálítið í aðra liönd með því að stunda þessa atvinnu, og ég hélt því áfram að selja kvöld- blaðið næstum allt sumarið. Og allan þann tíma gekk ég ber- fættur. Samt fann ég ekki svo mikið til þess. Sum strætin, sem ég fór um, voru að vísu steinlögð og sumir steinarnir lirufóttir, og ég var á stundum dálítið sárfættur. En ég bafði vanizt því á sumrin, í nýlendunni á Elgsheiðum, að ganga berfætlur í skóg- inum, þegar ég var að smala kúnum. Svo bar það við eitt kvöld seint um suinarið, að ég, sem cftar, bljóp með kvöldblaðið eftir hinu svonefnda Graftonstræti, sem var mjög fjölfarin gata. Þá gætti ég að því allt í einu, að maður stóð fyrir utan allstóra búð, sem var binum megin í strætinu, og benti mér að koma yfir um göluna til sín. Ég brá við skjótt og liljóp yfir strætið í áttina til lians. „Ég vil fá kvöldblaðið,“ sagði maðurinn, þegar ég var næslum kominn lil lians. 1 því komu tveir blaðadrengir á mínu reki hlaupandi sunnan gangstéttina og réttu fram blöð. En maðurinn vildi ekki taka við þeirra blöðum. Hann rétti fram hendina og tók við blaði af mér og rétti mér 25 centa pening. „Ég benti þessum dreng að koma vfir um strætið til mín,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.