Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Side 58

Eimreiðin - 01.10.1945, Side 58
282 FÁGÆT FRÆNDRÆKNl liIMItEIÐIN áður en ég su ykkur,“ gagði maðurinn við drengina, „og þess vegna kaupi ég nú blað af Iionum, en ekki af ykkur.“ „Hann er íslenzkur,“ sagði annar drengurinn og benti á mig. „Hvernig veiztu það?“ sagði maðurinn. „Hann sagði mér það í gær.“ „Hann er ekki verri fyrir það, þó að hann sé íslenzkur.“ „Og ekki heldur neitt betri,“ sagði drengurinn. „Það er nú rétt eftir því, sem liver vill um það dæma,“ sagði maðurinn. „Og bann á ekki heima bér í Halifax,“ sagði binn drengurinn. „Hvar á liann lieima?“ „1 íslenzku nýlendunni á liálsunum fyrir austan Musquodoboit- dalinn.“ „Mér þykir vænt um, að liann er íslenzkur,“ sagði maðurinn og brosti góðlátlega; „mér er hlýtt til Islendinga, því að ég er sjálfur af íslenzku bergi brotinn.“ Drengirnir liorfðu nú með undrunarsvip á manninn um fáein augnablik, en þeir sögðu ekki neitt meira við liann og hlupu svo af stað með blöðin sín, í sína áttina livor. Ég rétti nú manninum 22 cents, því að blaðið kostaði aðeins 3 cents. En hann tók ekki við þeim. „Láttu mig heldur fá eitt blað á liverju kvöldi alla þessa viku, og þá ertu kvittur við mig,“ sagði hann. „En ég veit ekki, livar þú átt heima.“ „Skildu blaðið eftir í búðinni hérna.“ „Ertu íslenzkur?“ spurði ég. „Ég er af íslenzku bergi brotinn, drengur minn,“ sagði liann og gekk af stað noröur götuna. „Hvað beitirðu?“ kallaði ég á eftir lionum. Hann sagði eittlivað, en ég lieyröi ekki, bvað það var. Maður þessi er ennþá Ijóslifandi fyrir liugskotssjónum mínum. Hann var á að gizka á fertugsaldri, stór vexti með alskegg, bjartur á brún og brá, höfðinglegur sýnum og góðmannlegur. Næsta kvöld hljóp ég rakleiðis með blað inn í búðina, sem maðurinn liafði bent mér á. Þar voru seldar nýlenduvörur. Þar voru fyrir tveir ungir búðarþjónar. En hinn tígulega mann sá ég þar ekki. Ég lagði því blaðið á búðarborðið. „Hver á þetta blað,“ sagði annar búðarþjónninn.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.