Eimreiðin - 01.10.1945, Blaðsíða 60
284
FÁGÆT FRÆNDRÆKNI
EIMREIÐIN
„Við skulum gleyma því,“ 6agði Tliorburn.
„Það er þá gjöf,“ sagði ég. „Ég þakka þér.“
„Minnztu ekki á það, drengur minn,“ sagði hann. „En viltu
nú gjöra svo vel að koma liingað, þegar klukkan er eitt eftir
hádegið á morgun. Ég ætla þá að biðja þig að gera nokkuð fyrir
mig, ef þú verður ekki vant við kominn. Ég skal borga þér þá
fyrirhöfn.“
Ég sagðist ekki verða vant við látinn, því að ég liefði ekkert
að starfa nema að selja kvöldblaðið, og lofaði ég því statt og
stöðugt að koma á lians fund daginn eftir.
Og næsta dag, þegar klukkan var eitt eftir hádegið, var ég
kominn í búðina, og var Thorburn þar fyrir.
„Mig langar til að biðja þig,“ sagði liann, „að skreppa snöggvast
með þennan böggul til manns, sem lieitir Higgins og á heima á
Vatnsgölu hinni efri. Þú sérð það utan á bögglinum, í hvaða
húsi hann býr. Komdu svo Iiingað aftur áður en þú ferð heim
til þín.“
Og liann rétti mér dálítinn böggul.
Ég þaut nú af stað með böggulinn og fann hús Higgins á Vatns-
götu liinni efri, og ég afhenti Higgins sjálfum böggulinn. Bað ég
hann að gefa mér það skriflegt á miða, að hann hefði veitt bögl-
inum viðtöku, og það gerði Iiann mótmælalaust.
Þá er ég kom aftur í búð Thorburns, rétti ég honum móttöku-
vottorðið.
„Þú varst vissulega ekki lengi að fara þetta,“ sagði Thorburn
glaðlega; „og þú hefur beðið herra Higgins um móttökuvottorð.
Það er næsta fágætt, að sendisveinar hugsi út í slíkt. Þeir eru,
þar að auki, oftast nær heldur seinir í förum. En liér er dáiítill
silfurpeningur, sem þú átt að eiga fyrir þetta ómak þitt.“
Og hann rétti mér 25 centa pening.
Ég þakkaði lionum með liandabandi fyrir peninginn, og var
glaður af því, að hafa inn unnið mér svona mikið á örfáum
mínútum.
„Komdu hingað aftur í sama mund á morgun,“ sagði Thorburn-
„Ég ætla þá að biðja þig fyrir annan böggul, sem á að fara til
konu, sem á heima í útjaðri borgarinnar. Þangað er nokkuð löng
leið.“