Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Side 65

Eimreiðin - 01.10.1945, Side 65
eimreiðin Ausifirzkar sagnir I. Fyrirburður Guðmundar Snorrasonar í Sauðakoí'a aðfaranótt 3. sept. 1884. [Stuðzt við frásögn Einars Eiríkssonar frá Eiríksstöðum. Handrit Halldórs Stefánssonar.] Sumarið 1884 barst Fljótsdælingum sú ~fregn frá Hrafnkels- dælingum, að öðrum fjallleitarkofa þeirra á Vesturöræfum, Sauðakofa svonefndum, lægi við falli, mænisásinn væri lamaður og viðbúið, að þekjan félli niður í tóttina. Vesturöræfi er einn hlutinn af liinu víðlenda afréttarlandi, sem tillieyrir Fljótsdal, vestasti hlutinn, og liggur austanfram með Jökulsá á Dal, suður og suðvestur frá Hrafnkelsdal allt suður í Vatnajökul. Hreppsnefndin í Fljótsdalshreppi liafði gert þá ráðstöfun, út ®f þessari fregn, að fá til Ólaf Vigfússon Frydendal, bónda í Klúku, að rétta kofann við, áður en fjallleitir bæfust um haustið. A Aðalbóli í Hrafnkelsdal var þá til beimilis Guðmundur Snorrason, Snæfellsfari, síðar bóndi að Fossgerði á Jökuldal. Hann var greindur maður og grandvar, stilltur, íbugull og æðru- l;"is, sem samtíðarmenn hans myndu fúsir vitna. Olafur í Klúku hafði gert Guðmundi orð um að liðsinna sér við kofaviðgerðina. Fylgdi það orðsendingunni, að Ólafur myndi koma til viðgerðarinnar að kvöldi 2. sept. um haustið og fara beinustu leið í kofann fyrir innan byggð í Hrafnkelsdal. Guðmundur bafði gert Ólafi orð í móti, að liann myndi mæta 'ið Sauðakofa tilsettan dag. En jafnframt því, sem Guðmundur lofaði að liðsinna Ólafi við kofagerðina liugðist liann, að því loknu, að svipast um til hreindýraveiða. Bjó liann sig því með tvo hesta, annan til reiðar, liinn til klyfjaburðar, ef liann kæmist 1 færi við dýrin. Hreindýr voru þá ekki friðuð og lireindýra- 19

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.