Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Side 66

Eimreiðin - 01.10.1945, Side 66
290 AUSTFIRZKAR SAGNIR EIMREIÐIN veiðimenn nýlega búnir að fá liið skæða morðvopn, riffilinn, í hendur. Að áliðnum degi, tilsettan dag, var Guðmundur kominn að Sauðakofa. Ólafur var þá ókominn, en Guðmundur vænti hans á liverri stundu. Hefti Guðmundur nú liesta sína á góðu liag- lendi í nánd við kofann og tók svo að athuga, hversu ástatt var um kofann sjálfan. Kofinn var svo byggður, að mæniás lá á stöfnum og reft af liliðveggjum á hann, stoðir voru engar. Dyr kofans voru á öðrum hliðvegg, fast við kofastafninn annan. Ástand kofans var það, að mæniásinn var lamaður í miðju og þekjan sliguð niður mjög, en þó ekki fallin í gólf. Hafði einhver, sem komið hafði að kofanum áður, komið fyrir styttu undir brotalömina. Mæniás- endarnir héldust enn á stöfniun, svo að allrúmlegt var undir þekjuna við háða stafna. Leið nú að rökkri svo að Ólafur kom ekki. Varði Guðmundur tímanum til að búast um fyrir þá félaga um nóttina, því fastlega vænti liann Ólafs. Byrjaði liann á því að taka kofahurðina og skorða hana undir mæniásinn til styrktar þeirri styttu, sem þar var fyrir, og öryggis. Veður var kyrrt, og þótti honum sem litlu myndi muna um næturvistina, þótt dyrnar væru opnar, enda öryggið meira vert. Næst varð lionum fyrir að laga til á kofagólfinu við kofa- stafninn, gegnt dyrum, með reiðverum sínum og öðru því, er liægt var að liafa til aðbúðar. Þegar þessu var lokið, var liðið langt á kvöld. Vænti Guð- mundur þó enn, að Ólafur myndi koma. En með því að hann vissi, að það gat ekkert flýtt för Ólafs, þótt liann vekti, þá lagðist liann til svefns og sofnaði brátt. Bæli lians var við stafn kofans gegnt dyrum, sem áður segir, og sneri liann fótum til dyranna. Veit Guðmundur nú ekki af sér fyrr en hann hrekkur upp við það, að lionum fannst vera tekið í fætur sér og honum kippt áleiðis til dyranna. Fór þar og saman tilfinning og raun, þvi kominn var liann góðan spöl niður af liöfðalaginu. Gefur hann þessu þó lítinn gaum, liyggur sig liafa bylt sér þetta til í svefn- inum, flytur sig upp á liöfðalagið og sofnar aftur. 1 annað sinn vaknar Guðmundur með sama hætti, en var nú

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.