Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Side 86

Eimreiðin - 01.10.1945, Side 86
310 DÁLEIÐSLAN OG DRAUMALANDIÐ i:iMUEIÐIN síðar orðinn svo lyktnæmur, að hann finnur livað veikan ilm sem er. Á sama liátt getur liann, sem áður lá lémagna og gat hvorki lirært legg né lið, fram- kvæmt þyngstu aflraunir, ef dá- valdurinn skipar honum það. Alveg sama er að segja um til- finningar dáleidds manns. Dá- valdurinn getur hafið hann með einni skipun xir dýpstu eymd upp í æðstu sælu. Og því má bæta við, að það er hægt að láta liann reyna bæði sorg og sælu á margfalt sterkari liátt en ef liann væri vakandi. Því í vöku eru tilfinningar lians liáðar þeim áhrifum, sem vér nefnum sjálfstjórn. En svefngengillinn er sviptur allri sjálfstjórn. Hann er algerlega á valdi liverrar þeirrar ástríðu, hverr- ar þeirrar geðsliræringar, sem dávaldurinn blæs lionum í hrjóst. Með ýmsum aðferðum má sýna frain á, að dáleiðsluáhrifin stafi frá einhvers konar sveifl- um út frá dávaldinum og liinuni dáleidda. Sveifhxr þessar eða hugsanaöhlur fara með miklum hraða, sem að vísu er enn lítt mældur. Auðvelt er að éinangra þannig vitund dáleidds manns, að hún geti t. d. ekki náð út fyrir takmörk lierbergisins, sem dáleiddi maðurinn liefst við í. Undir slíkum kringumstæðum er ekki hægt að láta liann lýsa neinu, sem gerist utan lierberg- isins. Aftur á móti er þetta mjög auðvelt, liafi vitundin ekki verið einangruð áður. Dá- leiddur maður getur séð í gegn- um „liolt og liæðir“, ef dávald- urinn einbeitir liuga Iians að því starfi. Allt þetta og margt fleira virðist styðja þá skoðun. að dáleiðslan grundvallist á sveifluhreyfingum með svipaðri eða skyldri bylgjulengd og hin- ar svokölluðu stuttbylgjur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.