Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Síða 88

Eimreiðin - 01.10.1945, Síða 88
312 LEIKLISTIN EIMREIÐIN ingar eins og henni ber. Leikfélag Reykjavíkur hefur í þessu efni svo sem oft endranær gefið gott fordæmi. Félagið tók á þessu hausti til sýningar sjónleik eftir ónafngreindan H(æstvirtan) H (öfund), Uppstigning. Þessi leikur var 200. verkefni félagsins, að vonum hærri tala en nokkurt annað leikfélag landsins getur stært sig af. En þess verður ekki minnzt fyrst og fremst í sam- bandi við sjónleikinn, hve aftar- lega hann varð í röðinni, heldur hins, að hann er fyrstur í sinni röð. Hér kemur í fyrsta sinn fram höfundur, sem brýtur alveg í bág við arfteknar reglur leiksviðsins í Iðnó. Hann notar leiktjöld í þeim ákveðna tilgangi að draga dár að skikkanlegu fólki, sem kemur í leikhúsið í þeirri góðu trú, að þar sjái það spegilmynd af lífinu. Það er hans fyrsta brot, að hann kastar sýndinni (illusjón- inni) fyrir borð. Hans annað brot er það, að hann notar leiksviðið fyrir prédikunarstól. Hvern skoll- ann á það nú að þýða að útausa sér yfir þetta skikkanlega fólk í annari persónu fleirtölu, eins og það hafi eitthvað til sakar unnið, þótt forpokaður prestur í ein- hverju plássi fyrir norðan eða sunnan sleppi sér út úr kvenna- málum? Og þetta er náttúrlega alvarlegt brot — á góðum siðum. En nú kemur það merkilega. Mað- ur skyldi ætla, að annað klæddi leiksviðið í Iðnó betur en kubba- leikur, prédikari og brúðútif, en hvað skeður? Þetta fer allt ágæt- lega saman hjá hæstvirtum höf- undi, aðeins þykir honum sjálfum svo gaman að þessum tilfæringum sínum, að undir lokin getur hann ekki stilt sig og gætir þá ekki hófs (reipdrátturinn um prestinn). Sjónleikurinn „Uppstigning“ er ádeiluleikrit. Allir fjórir þættir þess eru ein samfelld ádeila á háttvirta áhorfendur. Ádeila þessi missti að verulegu leyti marks, ef jafnframt skini ekki í satýr- ásjónu hæstvirts höfundar sjálfs í öllum fjórum þáttum, en einmitt fyrir hlífðarleysi höfundarins við sjálfan sig er leikurinn merkileg- ur og ádeilan hvöss. Ef til vill er það þess vegna, að höfundurinn hefur kosið að leita skjóls í nafn- leysinu, en hvernig sem það nú er, ber að virða hlédrægni höf- undar í þessu efni. Verkið lofar meistarann. Meðferð Leikfélags Reykjavíkur á leiknum var í fyllsta máta við- unandi. Hlutverkum var skipt milli leikenda af glöggum skilningi á hæfileikum hvers og eins, og leik- stjórn LArusar Pálssonar tiltakan- lega viss og örugg. Sjálfur átti hann þungu hlassi heim að aka, sem var hlutverk prestsins, séra Helga, og hann kom því heim nokkurn veginn heilu. Atriðið á fjallinu var helzt til líkt atriðum úr Pétri Gaut. Stærsta vinninga báru þær frá borði Anna Guö- mundsdóttir og Arndís Björns- dóttir. Hefur Onnu ekki í annan tíma tekizt betur, en báðar voru þær trúverðugir fulltrúar þeirra tegunda kvenna, sem hlutverkin bjóða upp á. Víst væri ástæða til að nefna fleiri leikendur, en því er sleppt. Þó má ekki láta hjá líða að geta þess, að það var hressandi að sjá Þorstein Ö. Stephensen aftur heima hjá sér, hann venur komur sínar alltof sjaldan á leik- sviðið. L. S.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.