Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Side 93

Eimreiðin - 01.10.1945, Side 93
eimreiðin RITSJÁ 317 það notað um eina tegund starfræns taugasjúkdóms (hysteria). Orðin sál- gerð, manngerð og skapgerð eru á víxl notuð í merkingunni karakter. Heppilegra væri í þessu tilfelli og öðrum að nota ávalt sania orðið um sama hugtakið. Byrjendum er það til hægðarauka að minnsta kosti. Víða lætur höf. erlenda fagorðið fylgja með innan sviga, og er það kostur, en hann hefði mátt gera það enn víðar. Það gat engu spillt, en létt undir með þeim, sem við lestur bókarinnar hljóta áliuga á efninu og löngun til að kynnast sálarfræði nánar í erlend- um ritum. Á bls. 13 er ýinissa sálarlífslruflana getið og. réttilega frarn tekið, að auk beinna geðsjúkdóma (geðveiki, psych- osis) fyrirfinnist taugaveildun (neur- osis) og geðveiklun (nteðfædd geð- veila, psychopatia). Að vísu eru þessi erlendu orð ekki nefnd þar, en eg skil málsgreinina þannig. Þá segir svo: „ICunnust sálrænna lækninga- aðferða á sviði gcðveiklunar er sál- könnun (psychoanalyse).“ Þetta cr onákvæmni. Sálkönnuninni er aðal- lega^ beitt við taugaveiklun (áunna, starfræna taugasjúkdóma), en ekki eða mjög lítið við psychopathia. I kaflanum um dulvitund eru orðin vitund og meðvitund notuð í sömu merkingu, en ef til vill væri réttara “ð gera greinarmun á þessu tvennu. Dulvitundin er líka vitund, eins og höf hendir á (shr. bls. 29 og víðar). Væri því ekki rétt að tala um með- vitund og dulvitund sem þætti vit- undarinnar, er yrði þannig yfirhug- takið? Á hls. 58 og 59 er stuttorð lýsing a tveimur algengum geðsjúkdómum. Annar er scliizophrenia, sem á is- lenzku hefur verið nefnd hugklofi eða kleyfhugasýki. Geðrof, eins og höf. kallar hann, er ekki heppilegt orð, það er of líkt hugrofum, en svo er annað hugtak nefnt (mental dissocia- tion). Hinn sjúkdóminn nefnir höf. mania depressiva, en það er alveg fráleitt og sjálfsagt til komið fyrir vangá. Manio-depressiv geðveiki gat hann nefnt hann eða hringhugasýki; því að hringhuga kallar liann tilsvar- andi skapgerð. Mania er á einum stað (hls. 60) nefnd ofsakæti, og á það illa við um sjúkdómsmynd. Oflæti er hetra orð, sem þegar áður hefur verið notað í þessari merkingu. I kaflanum um sálgerðir lýsir höf. á greinagóðan hátt kenningum Kret- schmers um sambandið ntilli vaxtar lags og skapgerðar. Að henni lokinni gagnrýnir hann kenninguiia og telur upp kosti hennar og galla svo scm vera ber. Aðeins hefði liann mátt geta þess, að gagnrýnin væri ekki einungis hans sjálfs, heldur og Kret- schmers. I snildarriti sínu „Körper- bau und Character" undirstrikar Kretsclnner takmörkun kcnningar sinnar, takmörkun, sem byggist á eðlilegúm og sjálfsögðum orsökum. Loks langar mig til að finna að því við liöf., hversu inikið hann nolar heitið ímyndunarveiki. Imyndunar- veiki og ímyndunarveikt fólk eru orð, sein lcoma fyrir á víð og dreif um alla bókina. Mér finnst þau ekki eiga þar lieima, en hæfa skár í munni fáfróðra. Sé með orðinu átt við það, að veikin sé ímynduð en ekki raun- veruleg, er viðkomandi sjúklingum gert stórlega rangt til. En ef með því er átt við það, að ímyndunar- eða hugmyndalíf sjúklingsins sé sjúkt, þá á það nærri undantekningarlaust við alla sálsýki, hvort sem hún er starf- ræn eða vefræn að uppruna. Látuin þetta orð áfram vera liáðsyrði eitt, en færum það ekki inn í fræðilcgt mál.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.