Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 42

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 42
eimreiðin Jökullinn hleypur. Eftir Vigfús SigurSsson. [Árið 1912 lagði fjögurra manna leiðangur upp í ferðalag þvert yfir Grænland, frá Dan- merkurhöfn á Norðaustur-Grænlandi til Pröven á Vestur-Grænlandi, en land þetta hafði aldrei verið rannsakað áður. í för þessari voru J. P. Koch, höfuðsmaður, dr. Alfred Wegener, dósent, Lars Larsen og Vig- fús Sigurðsson frá Gilsbakka í Axarfirði, sein síðar tók þátt í tveim öðrum leiðöngr- um til Grænlands og er fyrir löngu kunnur hér á landi undir nafninu Vigfús Grænlands- fari. Hann hefur ritað bók um fyrstu ferð sína til Grænlands, og mun bók sú nú til- húin í handriti. Frásögnin, er hér fer á eftir, er kafli úr bók þessari, og segir fró hrakn- ingum þeim, er leiðangursmenn lentu 1 a Grænlandsjöklum haustið 1912 og um hina Þeir félagar höfðu með sér íslenzka liesta Dagana 27. og 28. september unnum vi3 af kappi a3 því gera akfæran veg upp úr jökulkvosinni og brúa jökulsprung* uraar. Um kvöldið hinn 28. gengum við kapteinn Koch dálítinn 8pöl inn á jökulinn. Næst brúninni var hann mjög sprunginn og allmjög ósléttur. Þó mátti krækja fyrir flestar sprungurnar, nokkrar þurfti þó að brúa og laga í kring, svo að hægt yrði að fara þar með sleða, og þá vinnu töldum við ekki mikla. Þegat lengra kom inn á jökulinn, var hann enn ósléttari. Ótal farvegir eftir leysingarvatn höfðu grafizt niður í yfirborðið. Allir lágu þeir frá norðvestri til suðausturs og voru því þvert á leið okkar- Þó að þeir væri ekki djúpir, urrí hálfur annar metri, voru þeir slæmur farartálmi. Verra var þó, að allsstaðar á milli lækjarfar- veganna voru djúpir stampar ofan í jökulinn, með ísþaki ofan a, en allt tómt undir. Yrði því manni eða liesti það á að stíga f®*1

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.