Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 50

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 50
202 JÖKULLINN HLEYPUR EIMRBIÐIR sinna um nóttina, þá var þetta hvimleitt. Á daginn vorum við varkárari um að koma við tjaldsúluna, því að löngun höfðuffl við enga til þess að fá okkur steypibað í ekki hlýrra veðri en nú var daglega, og þar sem húsakynnin voru eins lítil og þröng og liér var kostur. Ekki voru nema 5 fet til mænis og gólfflöt- urinn aðeins fyrir svefnpokana. Þó að baðsins hafi kannske verið þörf hreinlætis vegna, skal ég um það ekki tala, en við vildum ekkert eiga við það. Við drógum ekki heldur að nota húsið, því að strax um nóttina sváfum við í því, þó að það væri ekki fullgert. En hestana gát- um við ekki tekið undir þak fyrr en kvöldið eftir, er við höfðum fækkað þeim enn um þrjá, svo að nú höfðum við 6 liesta eftir. Síðar skyldi einn fara sömu leiðina og hinir, þegar við liefðum komið heim að húsinu flutningi okkar, en hann var allur þar, 6em við komum honum fyrir, þegar við fluttum hann upp úr kvosinni. ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ! Þó eflaust sértu, veröld, vond og vélir börnin þín, í trylitri gleði teyga ég samt hið tæra kossa-vín. Ég engan meiri unað finn, né ölvun sælli veit, en fríðra vara funakoss og faðmlög, ástarheit. Þótt hjartað brenni og svíði sárt af sindri ástarbáls, ég elska ljúfan unaðs-klið I ómum sjafnarmáls. S. K. Steindórs.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.